Stefnur FSRE


Stefnuhús FSRE

Stefnuhús FSRE

 

Loftlagstefna

ÁHERSLUR
Framkvæmdasýsla Ríkiseignir (FSRE) leggur áherslu á að umhverfis- og náttúruverndarsjónarmið endurspeglist í allri starfsemi stofnunarinnar og að lágmarka markvisst neikvæð umhverfisáhrif og losun gróðurhúsalofttegunda vegna hennar. FSRE hefur sett sér skilvirka loftslagsstefnu sem fylgja skýr mælanleg markmið og aðgerðaráætlun. FSRE vinnur stöðugt að umbótum á stefnunni og markmiðum samhliða framþróun í umhverfismálum. FSRE stefnir jafnframt á að vera leiðandi í loftslagsmálum og vistvænum framkvæmdum með því að virkja bæði starfsfólk og samstarfsaðila í aðgerðum sem sporna gegn loftslagsbreytingum. Með þessu sýnir FSRE samfélagsábyrgð í verki og hefur bein áhrif á loftslagsskuldbindingar Íslands.

YFIRMARKMIÐ
FSRE mun draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá rekstri um samtals 55% miðað við árið 2022 fyrir 2030 eða að jafnaði 9% árlega.. FSRE mun kolefnisjafna reksturinn frá árinu 2023.

UMFANG
Loftslagsstefna FSRE fjallar fyrst og fremst um þá losun gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af innri starfsemi stofnunarinnar (rekstur skrifstofu, mannauðs og samgangna) og markmið um samdrátt losunar á eftirfarandi þáttum:

SAMGÖNGUR
Losun GHL vegna:

 • aksturs bifreiða í eigu FSRE.
 • aksturs starfsmanna á leigubílum innanlands.
 • aksturs starfsmanna á bílaleigubílum innanlands.
 • aksturs starfsmanna á einkabílum í starfstengdum erindum innanlands.
 • flugferða starfsmanna innanlands.
 • flugferða starfsmanna erlendis.
 • ferða starfsfólks til og frá vinnu. 

ORKUNOTKUN

 • Rafmagnsnotkun á skrifstofu FSRE.
 • Heita vatnsnotkun á skrifstofu FSRE.

ÚRGANGUR

 • Losun GHL vegna lífræns úrgangs sem fellur til á skrifstofuFSRE.
 • Losun GHL vegna blandaðs úrgangs sem fellur til á skrifstofu FSRE.
 • Heildarmagn úrgangs sem fellur til á skrifstofu FSRE.
 • Magn útprentaðs skrifstofupappírs á skrifstofu FSRE.
 • Magn plasts/málma sem falla til á skrifstofu FSRE.
 • Endurvinnsluhlutfall á skrifstofu FSRE.

INNKAUP

 • Hlutfall umhverfisvottaðs skrifstofupappírs sem stofnunin kaupir.
 • Hlutfall umhverfisvottaðrar prentþjónustu sem stofnunin kaupir.
 • Magn hreinlætisvara sem stofnunin kaupir sjálf.
 • Hlutfall umhverfisvottaðra hreinlætisvara sem stofnunin kaupir sjálf.
 • Hlutfall umhverfisvottaðrar ræstiþjónustu.

 

GILDISSVIÐ
Loftslagsstefna þessi tekur til umhverfisáhrifa af innri rekstri FSRE og varðar alla starfsmenn stofnunarinnar. FSRE hefur eina starfsstöð í Borgartúni 26 í Reykjavík en starfsmenn sinna verkefnum um allt land. Stefnan nær annars vegar til þátta sem hafa bein og mælanleg áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda og hins vegar til þátta sem leiða óbeint til samdráttar losunar og annarra neikvæðra umhverfisáhrifa . Þessi stefna nær ekki til umhverfisáhrifa sem hljótast af verkefnum á vegum stofnunarinnar.

EFTIRFYLGNI
Umhverfisráð FSRE mun sjá til þess að markmið loftslagsstefnunnar séu rýnd árlega og endurmeta hvort þau séu raunhæf, metnaðarfull og í takti við framþróun og nýjungar í loftslagsmálum. Forstjóri FSRE ber ábyrgð á að starfsemi stofnunarinnar samræmist loftslagsstefnunni. Umhverfisráð stofnunarinnar mun rýna Grænt bókhald og þróun heildarlosunar stofnunarinnar og í kjölfarið endurmeta hvort ráðast þurfi í harðari aðgerðir þannig að markmið stofnunarinnar sé náð. Stefnan verður samþykkt af forstjóra FSRE ár hvert og upplýsingum um árangur aðgerða verður miðlað á heimasíðu FSRE.

Loftslagsstefnan verður rýnd fyrir 1. maí ár hvert frá og með árinu 2023 til ársins 2030.

Tenging við núverandi skuldbindingar
Loftslagsstefnan tekur mið af skuldbindingum íslenskra stjórnvalda gagnvart Parísarsamkomulaginu um 40% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 (miðað við árið 1990), ásamt opinberu markmiði þeirra um kolefnishlutleysi árið 2040. Loftslagsstefnan tekur mið af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, með áherslu á markmið númer 13 – Aðgerðir í loftslagsmálum. Stefnan tekur einnig mið af skuldbindingum FSRE samkvæmt leiðbeiningum Umhverfisstofnunnar um loftslagsstefnur opinberra aðila og Grænum skrefum.

Kolefnisjöfnun
FSRE mun fyrst og fremst leggja áherslu á að draga úr losun í rekstri. Eftirstandandi losun starfseminnar sem ekki verður dregin frekar saman mun stofnunin kolefnisjafna með kaupum á vottuðum kolefniseiningum. Það mun stofnunin gera frá og með árinu 2023 til 2030.

Loftlagsstefna-FSRE - PDF

Innkaupastefna

INNGANGUR

 • Innkaupastefna þessi er einn af hornsteinum FSRE en í henni er lýst framtíðarsýn og leiðarljósum fyrir skipulag innkaupamála í nýrri stofnun FSRE. ​

 • Innkaupamál FSRE falla undir lög um opinber innkaup nr. 120/2016 en markmið þeirra eru að tryggja jafnræði fyrirtækja, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og að efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu. ​

 • Sem einn stærsti kaupandi verklegra framkvæmda og tengdrar þjónustu og vöru hérlendis getur FSRE haft margvísleg jákvæð áhrif með því að beita skýrri stefnu þegar kemur að skipulagningu innkaupaferla, samningskröfum og eftirfylgni innkaupa. Innkaup skipta miklu máli fyrir umhverfið því með þeim má stuðla að minnkum kolendisspors hins opinbera og stuðla að aukinni sjálfbærni. Þá geta viðeigandi innkaupaferlar stuðlað að aukinni nýsköpun í landinu og verðmætasköpun ásamt því að vera mikilvægt tól til að auka jafnræði og jafnrétti. Með stefnu þessari er skapaður rammi fyrir frekari framþróun innkaupa FSRE í átt að aukinni sjálfbærni, hagkvæmni, nýsköpun og gagnsæi

GILDISSVIÐ: Innkaupastefna þessi er byggð á lögum og reglugerðum um opinber innkaup og tekur mið af stefnu ríkisins um sjálfbær innkaup sem gefin var út í janúar 2021.

FRAMTÍÐARSÝN

 

 • Innkaup FSRE eru framsækin og sjálfbær og taka mið af umhverfis- ​og loftslagssjónarmiðum ​
 • Innkaup byggja á skilgreindum markmiðum og greiningu gagna, ​eru framkvæmd á gagnsæjan hátt ​og stuðla að samkeppni og nýsköpun. ​
 • Starfsfólk FSRE innir störf sín af hendi af þekkingu og heiðarleika og mætir nýjum áskorunum í samvinnu við markaðinn. ​
 • Fjármunir eru nýttir á samfélagslega ábyrgan hátt með hagsæld landsins ​og góða þjónustu við almenning að leiðarljósi.

 

SJÁLFBÆR INNKAUP - FERLI INNKAUPA

Sjálbær innkaup

HAGKVÆM INNKAUP - FERLI INNKAUPA

Hagkvaem-innkaup

NÝSKAPANDI INNKAUP - FERLI INNKAUPA

Nyskapandi-innkaupGAGNSÆ INNKAUP - FERLI INNKAUPA

Gagnsae-innkaup

 

Jafnlaunastefna

FSRE leggur metnað sinn í að tryggja öllum starfsmönnum jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf, þannig að launamunur sé ekki til staðar. Stjórnendur skuldbinda sig því að fara eftir þeim lögum og reglum sem um starfsemina gilda. FSRE hefur skjalfest, innleitt, og heitir að viðhalda og bæta stöðugt virkni jafnlaunakerfis sem uppfyllir kröfur ÍST85:2012 staðalsins. Stofnunin hefur í þessu samhengi innleitt verklag og skilgreint viðmið við ákvörðun launa þar sem hver og einn fær greitt fyrir starf sitt út frá verðmæti þess óháð kyni eða öðrum ómálefnalegum ástæðum. Skuldbindur stofnunin sig til að framfylgja jafnlaunastefnunni í hvívetna og rýna reglulega þau markmið sem sett eru.

 

Persónuverndarstefna 

MEÐFERÐ PERSÓNUUPPLÝSINGA

FSRE ábyrgist að unnið sé með persónuupplýsingar í samræmi við gildandi lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 90/2018. Einungis er unnið með þær persónuupplýsingar sem nauðsynlegar þykja vegna starfseminnar til þess að sinna lögbundnum verkefnum stofnunarinnar.

Vinni FSRE með persónuupplýsingar er það á grundvelli heimildar í eftirfarandi lögum:

Reglugerðir og starfsreglur á grundvelli ofangreindra laga

HVENÆR VINNUR FSRE MEÐ PERSÓNUUPPLÝSINGAR?

Útboð
Þegar um er að ræða útboð á vegum FSRE er skráð í útboðsgögn hverju sinni hvaða persónuupplýsingum þarf að skila inn og hver ástæðan er fyrir því að beðið er um þær upplýsingar. Samkvæmt lögum um opinber innkaup nr. 120/2016 er skylt að kalla eftir tilteknum persónuupplýsingum til að sanna að útilokunarástæður laganna eigi ekki við um stjórnendur og eigendur fyrirtækja sem sækjast eftir opinberum samningum. Einnig getur þurft að kalla eftir persónuupplýsingum um starfsmenn fyrirtækja til að geta metið hvaða tilboð er hagstæðast eða til að meta hæfi fyrirtækja til að uppfylla samninga.

Húsnæðisöflun og leiguverkefni
Við verkefni FSRE um húsnæðisöflun og leigu á húsnæði fyrir opinbera aðila kann að vera óskað eftir yfirlýsingu þátttakenda að tilteknar ástæður eigi ekki við um stjórnendur og eigendur fyrirtækis. Að auki kann að vera óskað eftir upplýsingum um skil á opinberum gjöldum og greiðslum í lífeyrissjóði. Tengiliðaupplýsingar eru einnig nauðsynlegar. Við mat á innsendum lausnum kann í einhverjum tilvikum að vera kallað eftir upplýsingum um fyrri verk/störf.

Jarða- og auðlindamál
Við verkefni FSRE á sviði jarða- og auðlindamála kann að vera kallað eftir gögnum sem innihalda persónuupplýsingar. Er það á grundvelli ábúðarlaga, jarðalaga, laga um skráningu og mat fasteigna, reglugerða og starfsreglna á grundvelli þeirra.

Upplýsingar varðandi starfsmenn og umsækjendur um störf hjá FSRE
FSRE geymir upplýsingar er varða starfsmenn vegna ráðningarmála, afgreiðslu launa og starfstengdra réttinda. Settar hafa verið innri verklagsreglur varðandi varðveislu persónuupplýsinga um starfsmenn stofnunarinnar. Þegar sótt er um starf hjá FSRE er unnið með persónuupplýsingar um umsækjanda. Þær upplýsingar eru skráðar í málaskrá stofnunarinnar. Þeir sem aðgang hafa að umsóknum um störf eru forstjóri og framkvæmdastjóri fjármála og stafrænna innviða. Jafnframt kunna framkvæmdastjórar viðeigandi sviða og deildarstjórar viðeigandi deilda að fá aðgang að umsóknum.

FSRE kann að notast við þjónustu ráðningastofu og er þá gerður vinnslusamningur við þá stofu.

KÖKUR (E. COOKIES) Á VEFSÍÐU FSRE
Vefsíða FSRE notar „kökur“, en það eru litlar textaskrár sem vistast á því tæki sem notað er til að fara á vefsíðuna. Kökur kunna að vera notaðar til að vista val og stillingar notenda til þess að tryggja sem besta upplifun á vefsíðunni, bæta hana og veita notendum góða þjónustu með því að greina aðgerðir á vefsvæðum.

ÖRYGGISMÁL
FSRE ábyrgist að persónuupplýsingar sem stofnunin óskar eftir verði varðveittar á tryggum stað og enginn óviðkomandi aðili hefur aðgang að þeim. Settar hafa verið sérstakar verklagsreglur fyrir starfsmenn um varðveislu gagna og meðferð þeirra. Verði persónuupplýsingum deilt með þriðja aðila er það einungis á grundvelli lögbundinna verkefna FSRE sem eiga sér stoð í þeim lögum sem stofnunin starfar eftir. FSRE telur að stofnunin hafi gert viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi upplýsinga/gagna sem stofnunin fær aðgang að/afrit af og meðhöndlar þau gögn í samræmi við gildandi lög um persónuvernd hverju sinni.

AÐGANGUR AÐ UPPLÝSINGUM OG GEYMSLUTÍMI ÞEIRRA
Þegar FSRE, í verkefnum sem stofnunin sinnir fyrir hönd opinbers aðila, óskar eftir gögnum er innihalda persónuupplýsingar, kann þeim upplýsingum að verða deilt með opinbera aðilanum. Er það til að framfylgja lögbundnum verkefnum beggja aðila og tryggja framvindu þess verkefnis sem um ræðir. Kaupandi/opinber aðili telst ekki þriðji aðili í þessu samhengi.

Þá hvíla ýmsar lagaskyldur á FSRE um afhendingu gagna til að mynda til kærunefndar útboðsmála og úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Hinn skráði á rétt á að fara fram á það við ábyrgðaraðila

(FSRE) að fá aðgang að persónuupplýsingum, láta leiðrétta þær, takmarka vinnslu þeirra hvað hinn skráða varðar eða til að andmæla vinnslu. FSRE staðfestir að þau gögn er stofnunin fær aðgang að verða ekki flutt út fyrir EES svæðið. Rétturinn til eyðingar eða rétturinn til að gleymast á ekki við um vinnslu persónuupplýsinga hjá FSRE þar sem stofnunin er bundin að lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn til að varðveita allar upplýsingar sem henni berast.

PERSÓNUVERNDARFULLTRÚI
Hildur Georgsdóttir aðallögfræðingur FSRE er persónuverndarfulltrúi stofnunarinnar.
Netfang Hildar er hildur.georgsdottir@fsre.is

Persónuverndarstefna þessi kann að vera uppfærð og verður það tilkynnt sérstaklega. 

Gagnastefna

Í starfsemi FSRE verða til og eru varðveitt gögn sem styðja við rekstur stofnunarinnar. FSRE ber ábyrgð á þessum gögnum í samræmi við gildandi lög og reglugerðir.

UMFANG
Stefnan nær til allra gagna sem tengjast rekstri stofnunarinnar óháð miðlum. Hún nær til þeirra sem starfa hjá FSRE eða eru stofnuninni samningsbundnir.

MARKMIÐ
Meðferð gagna skal lúta skilgreindum verklagsreglum allt frá móttöku, myndun, flokkun og skráningu til endanlegrar varðveislu eða eyðingar. Þessar áherslur skulu endurspeglast í öllum kerfum FSRE og vinnulagi starfsmanna.

LEIÐIR AÐ MARKMIÐI

 • Gagnavistunaráætlun og málalykill styrki samræmda skráningu og stuðli að virkri og samþykktri grisjunaráætlun.

 • Verklagsreglur og vinnulýsingar séu samræmdar.

 • Markviss kynning á skjalastjórn og lögum og reglum.

 • Gagnakerfi FSRE séu sniðin að þörfum stofnunarinnar og gagna sem verða til í starfseminni.

 • Aðgangsstýringar fari eftir ábyrgð og hlutverki starfsfólks.

ÁBYRGÐ
Forstjóri ber ábyrgð á að skjala- og upplýsingastjórnun sé í samræmi við lög og reglugerðir. Forstjóri tryggir skjala- og upplýsingastjóra stuðning við framkvæmd gagnastefnu FSRE.

Skjala- og upplýsingastjóri hefur faglega umsjón með skjala- og upplýsingastjórnun í umboði forstjóra og framfylgir gagnastefnu með stuðningi hans og næstráðandi yfirmanns. Skjalastjóri ber ábyrgð á innleiðingu gagnastjórnunar og er til ráðgjafar.

Framkvæmdastjórar og deildastjórar tryggja að myndun og varðveisla gagna sé órjúfanlegur hluti af starfsemi sviða innan FSRE og í samræmi við samþykktar verklagsreglur.

Í samningagerð við þriðja aðila mun FSRE fara fram á að öryggi gagna sé ávallt tryggt m.a. skv. stöðlum um upplýsingaöryggi og bestu mögulegu starfsvenjum hverju sinni.

Sérfræðingar stafrænna innviða tryggja rekstur gagnakerfa FSRE í samvinnu við upplýsinga- og skjalastjóra þ.m.t. uppsetningu notenda- og aðgangshópa.

Allir starfsmenn bera ábyrgð á þeim gögnum sem þeir mynda, móttaka og varðveita til sönnunar um starfsemina í samræmi við settar verklagsreglur.


Stefnur og áætlanir hins opinbera 

Sjálfbær innkaup

Útgefin 2021. Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Menningarstefna í mannvirkjagerð

Stefna íslenskra stjórnvalda í byggingarlist. Útgáfuár 2014. Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Stefna hönnunar og arkitektúrs

Útgefin 2023.  Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

Útgefin 2020. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

 Í átt að hringrásarhagkerfi -  Stefna í úrgangsmálum

Útgefin 2021. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið