Viltu vinna með okkur?

Hér eru birtar auglýsingar um laus störf hjá FSRE laus störf eru einnig auglýst á Starfatorgi.
Við leitum að öflugu og jákvæðu fagfólki til að slást í liðið með okkur.
Eftirfarandi störf eru nú laus til umsóknar.

Sérfræðingur í viðskiptagreind

FSRE auglýsir til umsóknar starf sérfræðings í viðskiptagreind. Helstu hlutverk eru að taka þátt í uppbyggingu á gagnaumhverfi stofnunarinnar með teymi stafrænna innviða innan FSRE og ytri ráðgjöfum. Auk þess fellst í starfinu að veita innri og ytri aðilum aðgang að nauðsynlegum upplýsingum á þann hátt sem hentar hverju sinni, s.s. í skýrslum eða mælaborðum. Jafnframt tekur starfsmaðurinn þátt í gagnagreiningum með það að markmiði að taka betri ákvarðanir í rekstri og þróun stofnunarinnar.
Starfsmaðurinn verður hluti af öflugu teymi sem vinnur að því að bæta og þróa innviði og lausnir FSRE. Tækniumhverfi FSRE byggist að mestu á Microsoft skýjalausnum (t.d. Azure og Power BI) auk ýmissa sérhæfðra lausna.
Stafræn vegferð FSRE gegnir mikilvægu hlutverki í heildarstefnu stofnunarinnar á komandi árum.
Um fullt starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nýútskrifaðir verk- eða tölvunarfræðingar með áhuga á viðskiptagreind eru hvattir til að sækja um starfið. 

Helstu verkefni og ábyrgð 

 • Þátttaka í þróun og hönnun gagnagrunna, vöruhúss gagna og gagnavinnsla 
 • Viðhald og rekstur gagnagrunna, vöruhúss gagna og gagnavinnslu 
 • Framsetning og uppbygging upplýsinga í skýrslum og á mælaborðum
 • Þátttaka í verkefnum varðandi vöruhús gagna
 • Greining og hönnun gagna, gagnamarkaða og teninga 
 • Þátttaka í að skilgreina og þróa mælikvarða 
 • Þátttaka í innleiðingu nýrra stafrænna lausna á sviði greininga  

Umsóknarfrestur er til og með 13. febrúar 2023.

Nánar um starfið


Verkefnastjóri stafrænna innviða

FSRE auglýsir til umsóknar nýtt starf verkefnastjóra stafrænna innviða og greininga. Verkefnastjórinn verður hluti af öflugu teymi starfsfólks sem vinnur að því að bæta og þróa stafræna innviði og lausnir stofnunarinnar. Tækniumhverfi FSRE byggist að mestu á Microsoft skýjalausnum og ýmsum sérhæfðum lausnum.
Verkefnin eru fjölbreytt og spennandi, allt frá uppbyggingu á tækniinnviðum yfir í ferlagreiningar með það að markmiði að auka skilvirkni og bæta þjónustu við hagsmunaaðila stofnunarinnar. Stafræn vegferð FSRE gegnir mikilvægu hlutverki í heildarstefnu stofnunarinnar á komandi árum.
Um fullt starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið

 • Verkefnastjórnun á sviði stafrænnar þróunar og stuðningur við innleiðingu
 • Vinna með stjórnendum að framgangi verkefna, eftirfylgni og fjarlægja hindranir
 • Fjárhags- og tímastjórnun verkefna
 • Ráðgjöf til stjórnenda og starfsfólks vegna innleiðingar verkefnastjórnunar, sérstaklega á sviði stafrænna innviða
 • Vinna að hagnýtingu gagna og umbótum í upplýsingatækni í rekstri
 • Yfirsýn og umsjón með verkefnum og verkaskiptingu
 • Vinna að ávinningsmati og forgangsröðun verkefna í stafrænni umbreytingu  
Umsóknarfrestur er til og með 13. febrúar 2023.


Nánar um starfið