Viltu vinna með okkur?

Við leitum að öflugu og jákvæðu fagfólki til að slást í liðið með okkur.
Eftirfarandi störf eru nú laus til umsóknar.

Sérfræðingur - ofanflóðavarnir

Við óskum eftir að ráða reyndan verkefnastjóra til að hafa umsjón með hönnun, nýframkvæmdum og viðhaldi ofanflóðavarna og aðstöðu á sviði náttúru og innviða. Viðkomandi mun m.a. verkefnastýra framkvæmdaverkefnum á sviði náttúru og innviða ásamt því að taka þátt í þróun og umbótum á sviði ofanflóðamannvirkja.

Helstu verkefni:

 • Sérfræðiráðgjöf og/eða verkefnastjórn framkvæmdaverkefna á stigi hönnunar og/eða framkvæmda.
 • Umsjón með útboðsferli hönnunar- og framkvæmdaverkefna.
 • Mat á viðhalds- og endurbótaþörf í samráði við eignaraðila mannvirkja.
 • Ráðgjöf og þátttaka í verkefnum annarra deilda/sviða FSRE.
 • Þátttaka í frumkvæðisverkefnum innan FSRE og öðrum tilfallandi verkefnum.

Umsóknarfrestur er til og með 10. október 2022.

 

NÁNAR UM STARFIÐ

 

Leiðtogi áætlunargerðar og kostnaðargreininga

Við óskum eftir að ráða öflugan sérfræðing til að þróa aðferðafræði FSRE við kostnaðar- og áhættustýringu, viðhalda kostnaðarbanka FSRE, meta framlagðar tíma- og kostnaðaráætlanir með hliðsjón af reynslu úr loknum verkefnum og bera saman mismunandi kosti fjármögnunar einstakra verkefna.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Uppbygging og umsjón með kostnaðarbanka.
 • Fjárhagsgreiningar verkefna.
 • Þróa aðferðafræði FSRE við kostnaðar- og áhættustýringu.
 • Rýni tíma- og kostnaðaráætlana.
 • Stuðningur við verkefnastjóra á sviði þróunar og framkvæmda.
 • Umsjón með gerð og útgáfu skilamata.

Umsóknarfrestur er til og með 10. október 2022.

NÁNAR UM STARFIÐ