Viltu vinna með okkur?

Viltu taka þátt í uppbyggingu innviða í náttúru Íslands?

Viltu bætast í hóp framsýnna verkefnastjóra sem vinna að því að verja byggðir og skapa aðstöðu fyrir gesti við náttúruperlur Íslands? Um er að ræða starf óháð staðsetningu.

Verkefnastjóri mannvirkjagerðar
Sem verkefnastjóri yrðir þú hluti af öflugu teymi sem sér um verkefnastjórn hönnunar- og framkvæmdaverkefna með áherslu á ofanflóðavarnir og uppbyggingu á friðlýstum svæðum. Verkefnastjóri hefur umsjón með hönnunar-, útboðs- og framkvæmdarferli verkefna, tekur þátt í mati á viðhalds- og endurbótaþörf, veitir ráðgjöf og tekur þátt í frumkvæðisverkefnum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf á sviði mannvirkjagerðar; meistaragráða er kostur
  • Reynsla af jarðvegsframkvæmdum er kostur
  • Þekking á aðferðafræði verkefnastjórnunar og farsæl reynsla af
  • verkefnastjórnun framkvæmda á hönnunar og/eða framkvæmdastigi
  • Reynsla af gerð verk- og kostnaðaráætlana á hönnunar og/eða framkvæmdastigi
  • Ríkir samskiptahæfileikar

Umsóknarfrestur er til og með 12. desember 2022.

Sjá nánar