Viltu vinna með okkur?

Hér eru birtar auglýsingar um laus störf hjá FSRE
laus störf eru einnig auglýst á Starfatorgi.

Sérfræðingur í gagna- og upplýsingastjórnun

FSRE leitar að jákvæðum, drífandi og þjónustulunduðum einstaklingi til að leiða gagnastýringu, skjalamál og upplýsingastjórnun áfram inn í framtíðina. Um er að ræða spennandi starf í þróun og innleiðingu á stafrænum vinnubrögðum. Í því felst að tryggja skilvirka meðhöndlun gagna í samræmi við lög og reglur um skjalavistun opinberra aðila. Taka við stjórnartaumunum á innleiðingu á WorkPoint skjalavistunarkerfinu. Auk þess að hafa yfirumsjón með fræðslu og þjálfun starfsfólks.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Innleiðing og kerfisstjórn á WorkPoint skjalavistunarkerfi FSRE.

  • Mótun og viðhald á reglum um meðferð og vistun gagna.

  • Fræðsla, ráðgjöf og stuðningur við starfsfólk.

  • Stjórnun og eftirfylgni sérverkefna.

  • Þátttaka í teymisvinnu innan FSRE.

Umsóknarfrestur er til og með 01.07.2024

Nánari upplýsingar veitir:
Aldís Stefánsdóttir, aldis.stefansdottir@fsre.is

Sjá nánar