6. maí 2024

Leitað að samstarfsaðila til að rannsaka möguleika á malarnámi

FSRE leitar að aðila sem rannsaka vill möguleika á efnisvinnslu á ríkisjörðinni Eskey, í landi Hornafjarðar. 

FSRE stendur nú að markaðskönnun þar sem auglýst er eftir aðila sem er tilbúinn að standa að rannsókn á mögulegri efnistöku í landi ríkisjarðarinnar Eskey, innan marka sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Gert er ráð fyrir að rannsóknarsvæðið sé skv. aðalskipulagi sveitarfélagsins og ber að gæta að því að skilmálar aðalskipulags séu uppfylltir.

Rannsóknarsvæðið er um 2,5 ha og er áætlað að rannsóknarleyfið sé allt að 3.500-4.000 tonnum af malarefni til allt að þriggja ára.

Markmiðið með markaðskönnun þessari er að tryggja að samkeppni geti orðið um mögulega úthlutun á auðlindanýtingu landsins og með því að auglýsa er einnig verið að gæta þess að unnið verði að faglegri áætlanagerð við nýtingu lands.

Um er að ræða tímabundið rannsóknarleyfi um efnistöku upp að ákveðnum magni innan svæðis í eigu ríkisins. Óskað er eftir tilboði í endurgjald fyrir nýtingu á allt að 3.500-4.000 tonnum malarefnis. Gerð krafa um að afriti af rannsóknarniðustöðum á malarefninu verði afhent FSRE til eignar og hagnýtingar.

Frekari upplýsingar um markaðskönnunina er að finna hér.

Áhugasöm um aðild að þessu verkefni ber að skila gögnum til FSRE eigi síðar en kl. 13.00, 30. maí næstkomandi.


Fréttalisti