Markaðskönnun - Tímabundið rannsóknaleyfi vegna efnistöku innan ríkisjarðarinnar Eskey, Hornafirði - UPPFÆRT

FSRE f.h. Ríkissjóðs Íslands auglýsir til umsókna rannsóknaleyfi vegna efnistöku innan ríkisjarðarinnar Eskey með landnúmerið 213516, Hornafirði.

Afmörkun verkefnis

Áformað er að veita rannsóknarleyfi vegna mögulegrar efnistöku í landi ríkisjarðarinnar Eskey L213516 innan marka sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Gert er ráð fyrir að rannsóknarsvæðið sé skv. aðalskipulagi sveitarfélagsins og ber að gæta að því að skilmálar aðalskipulags séu uppfylltir.

Rannsóknarsvæðið er um 2,5 ha og er áætlað að rannsóknarleyfið sé allt að 3.500-4.000 tonnum af malarefni til allt að þriggja ára.

Markmiðið með markaðskönnun þessari er að tryggja að samkeppni geti orðið um mögulega úthlutun á auðlindanýtingu landsins og með því að auglýsa er einnig verið að gæta þess að unnið verði að faglegri áætlanagerð við nýtingu lands.

Um er að ræða tímabundið rannsóknarleyfi um efnistöku upp að ákveðnum magni innan svæðis í eigu ríkisins. Óskað er eftir tilboði í endurgjald fyrir nýtingu á allt að 3.500-4.000 tonnum malarefnis. Gerð krafa um að afriti af rannsóknarniðustöðum á malarefninu verði afhent FSRE til eignar og hagnýtingar.

Um markaðskönnun er að ræða og áskilinn er réttur til að fallast á umsókn frá einum eða fleiri eða hafna öllum. 

Frekari upplýsingar má nálgast hér:

Markadskonnun-Timabundid-rannsoknaleyfi-Eskey

Kort-Eskey

Fyrirspurnir varðandi verkefnið Rannsóknaleyfi vegna malartöku í Eskey, Hornafirði skulu sendar á netfangið leigutorg@fsre.is.

Fyrirspurnarfrestur rennur út 5. maí 2024 en svarfrestur er til og með 10. maí 2024.

Tillögur skal senda á leigutorg@fsre.is, eigi síðar en kl. 13:00 30. maí 2024.

Leiga á grundvelli þessarar auglýsingar er undanskilin lögum um opinber innkaup nr. 120/2016, sbr. a. lið 1. mgr. 11. gr.

VIÐBÓT  -  Fyrirspurn um gæði efnisins:

Ríkið hefur sjálft ekki gert úttekt á gæðum efnisins.

Um er að ræða rannsóknarleyfi til að skoða efnið betur.

Gæði efnisins, óunnið efni og steinvölur, snúa m.a. að litasamsetningu efnisins og þéttleika þess.

Efnið þykir víst henta vel til notkunar til að fegra húsgarða (skrautmöl). 

Meira vitum við ekki.

VIÐBÓT - Fyrirspurn

1. Hvers konar malarefni er hér um að ræða?

Hér er um að ræða perlumöl. Rannsóknarleyfið mun svo sýna fram á samsetningu á mölinni og hvort vinnanlegt efni er að ræða.

2. Hvers vegna þarf að taka svona mikið efni til að rannsaka?

Til að byrja með þarf samstarfsaðili FSRE í verkefninu að leggja í talsverðan kostnað við innviðaframkvæmdir til að af rannsókninni geti orðið. Leggja þarf veg að reitnum þar sem námið fer fram, mögulega að setja uppp bryggju fyrir skip til að taka efni. Þá felst talsverður kostnaður í vélum til að ná í og vinna efnið. Sala á efninu sem tekið verður mun standa undir þessum kostnaði.

3. Hvers vegna þarf þetta að taka þrjú ár?

Tímaramminn er þrjú ár. Verkefninu þarf að vera lokið innan fimm ára. Ekki er útilokað að það taki styttri tíma.

4. Er þetta ekki bara venjulegt malarnám sem leigutakinn hefur tekju af?

Nei, þetta er tilraunaverkefni. Ef vel tekst til heldur ríkið á réttindum til áframhaldandi malarnáms. Þau réttindi yrðu í framhaldinu boðin út með einhverjum hætti.

5. Af teikningum að dæma er malarnámið við árósa. Hvaða á er þetta?

Áin heitir Hólmsá sem er jöklulá.

 

Útboðsnúmer: M23-0217

Fyrirspurnarfrestur: 5.5.2024

Opnun tilboða: 30.5.2024