• Húsnæði fyrir flóttafólk
    Skammtímahúsnæði fyrir flóttafólk frá Úkraínu

25. mars 2022

FSRE aðstoðar félagsmálaráðuneyti við móttöku fólks frá Úkraínu

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur óskað aðstoðar Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna (FSRE) við útvegun skammtímahúsnæðis fyrir flóttafólk frá Úkraínu

Enn liggur ekki fyrir um hversu margt fólk verður að ræða, eða hvenær það kemur.
Nú þegar hefur verið tryggt skammtímahúsnæði sem dugir fyrir um 800 manns á hverjum tíma. Gert er ráð fyrir að fólk dvelji í 14 daga í húsnæðinu, en að dvalartíminn geti lengst upp í allt að 90 daga. Að þeim tíma loknum flytji fólkið í sveitarfélög sem samið hafi við félagsmálaráðuneytið um móttöku þess.
Fljótlega kemur í ljós hversu margir íbúar Úkraínu leita til Íslands eftir skjóli frá árásarstríði Rússlands á hendur þjóðinni. Mun FSRE útbúa lista yfir húsnæði í boði sem gæti dugað sem skammtímaúrræði fyrir allt að 3 þúsund manns. Útlendingastofnun mun úthluta húsnæðinu til flóttafólks
FSRE rekur um 530 þúsund fermetra fasteignasafn ríkisins. Í því húsnæði má finna flestar tegundir þjónustu ríkisins við borgarana, heilbrigðisþjónustu, löggæslu, menntastofnani, menningarstofnair og skrifstofur ráðuneyta og stofnana ríkisins. Mestur hluti þess húsnæðis sem FSRE hefur útvegað til nota fyrir fólk á flótta frá Úkraínu er hinsvegar í eigu annarra aðila en ríkisins.

FSRE auglýsir þesssa dagana í blöðum og vefsíðum eftir húsnæði sem mögulegt verður að hafa tiltækt til skamms tíma, komi til þess að fjöldi fólks leiti eftir vernd hér á landi.
Skráningarkerfi fyrir húsnæði sem aðilar geta boðið upp á er að finna hér: 

fsre.is/ukraina


Um er að ræða markaðskönnun, sbr. 45. gr. V. kafla laga um opinber innkaup.


Fréttalisti