Húsnæði fyrir fólk á flótta
Ertu með skammtímahúsnæði fyrir flóttafólk á leið til Íslands sem er að flýja ástandið í Úkraínu?
- Leitað er að húsnæði sem verður heimili flóttafólks fyrstu vikur dvalar þess á Íslandi. Að því loknu mun fólkið flytja í sveitarfélög sem samið hafa við stjórnvöld um móttöku flóttafólks.
- Gististaðirnir þurfa að hafa fleiri en 20 herbergi og vandaða aðstöðu fyrir fólk í viðkvæmri stöðu.
- Athugið að hér er um að ræða markaðskönnun, ekki er um formlegt útboðsferli að ræða
Nánari upplýsingar um stuðning við flóttafólk frá Ukraínu má finna á vef Ísland.is/ukraina