Vígsla nýs hjúkrunarheimilis við Boðaþing
Hjúkrunarheimili að Boðaþingi 11-13 var vígt með viðhöfn þriðjudaginn 2. september. Hjúkrunarheimilið er lokaáfangi í uppbyggingu á samtengdum lífsgæðakjarna sem inniheldur hjúkrunarheimili, þjónustumiðstöð og íbúðir aldraða.
Nýtt hjúkrunarheimili að Boðaþingi 11-13 var vígt þriðjudaginn 2. september. Hjúkrunarheimilið er lokaáfangi í uppbyggingu á samtengdum lífsgæðakjarna sem inniheldur hjúkrunarheimili, þjónustumiðstöð og íbúðir aldraða.
Byggingin er 4.254 fermetrar og er með 64 nýjum hjúkrunarrýmum. Byggingaframkvæmdir hófust í apríl 2023 að afloknu alútboði með fastri tilboðsupphæð. ÍSTAK hf var alverktaki byggingarinnar og hafði Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir, ásamt VSB, umsjón og eftirlit með framkvæmdinni. Hönnun var í höndum THG arkitekta og Eflu. Áætlaður framkvæmdatími var 25 mánuðir og hlaut byggingin BREEAM umhverfisvottun með einkunina Very Good.
Listskreyting
Vinningstillaga listskreytingar var verkið „Fjölla“eftir Ólöfu Nordal. „Fjölla“ er skúlptúrverk samsett af sjö bronsmyndum og býður til samtals og upplifunar gesta, heimilsmanna og íbúa. Uppsetning og vígsla „Fjöllu“verður vorið 2026.
Sjá nánar: Boðaþing 11-13