3. júlí 2023

Umtalsverðar umbætur á ferðamannastöðum í sumar

FSRE hefur umsjón með ýmsum tegundum aðstöðu í eigu ríkisins. Meðal verkefna FSRE eru umbætur á aðstöðu fjölsóttra ferðamannastaða í eigu ríkisins.  

Undanfarin ár hafa fjölmörg verkefni á vegum FSRE styrkt innviði áfangastaða. Má þar nefna þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi, Snæfellsstofa, við Mývatn, á Þingvöllum og í ágúst opnar ný gestastofa við Kirkjubæjarklaustur. Þá er stöðugt unnið að umbótum á göngustígum og tröppum við Gullfoss, Geysi og í Dyrhólaey.

Við Dynjanda voru árið 2017 gerð ný bílastæði, byggð aðstaða fyrir ferðafólk og landverði, lagðir göngustígar áleiðis upp með Dynjandisá og settir upp tveir útsýnispallar með aðgengi fyrir alla. Í sumar heldur sú þróun áfram. Samningar hafa tekist í kjölfar útboðs um framkvæmdir sem hefjast síðsumars og er áætlað að ljúki fyrir vetrarbyrjun.

Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir hefur samþykkt kostnaðaráætlun fyrir 1. áfanga framkvæmda við uppbyggingu innviða innan girðingar við Geysi. Framkvæmdaleyfi liggur einnig fyrir, og verður verkið boðið út í vikunni.

Þá hafa samningar náðst við verktaka um endurbyggingu skála yfir hinar fornu bæjarrústir Stangar í Þjórsárdal. Sú framkvæmd hefst á næstu vikum.

 


Fréttalisti