3. maí 2024

Svifferja upp á Esju?

Leitað er að aðilum sem byggja vilja svifferju upp á Esjuna. 

FSRE stendur nú fyrir markaðskönnun þar sem leitað er að aðilum sem hefja vilja samtal um byggingu svifferju frá rótum Esju upp á topp. Markaðskönnunin byggir á lögum nr. 100/2021 um nýtingu lands ríkisins í atvinnuskyni.

Gert er ráð fyrir að gerður verði 20 ára samningur um hagnýtingu skilgreindra lóða í eigu ríkisins á þremur stöðum í Esjunni. Við rætur Esjunnar yrðu upphafsstöð svifferjunnar, þjónustubyggingar og bílastæði, við Rauðhól er lóð fyrir undirstöður og á toppi Esjunnar væri svo endastöð ferjunnar.

Markaðsaðilum er gefinn frestur til 8. maí til að skila inn umbeðnum upplýsingum sem finna má í þessu skjali .


Fréttalisti