18. nóvember 2022

Skrifstofuhúsnæðis leitað á Selfossi

Skrifstofur HSU víkja fyrir annarri starfsemi sjúkrahússins. Miklar framkvæmdir á sjúkrahúsinu verða á komandi misserum.

FSRE leitar nú að 250 fermetra skrifstofurými og 200 fermetra geymsluhússnæði fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Árborg. 

Skrifstofurnar eru nú í tímabundnu húsnæði vil hlið sjúkrahússins, en nota þarf það húsnæði fyrir klíníska starfsemi sjúkrahússins á næstu misserum. Ástæðan eru miklar endurbætur og viðbyggingar sem gerðar verða á aðstöðu HSS og fyrirhugaðar hafa verið um skeið. 

Nýbygging HSU í Árborg var vígð í september 2010. Á þeim tólf árum sem liðin eru hefur orðið mikil fjölgun íbúa á svæðinu sem sjúkrahúsið sinnir. Sífellt hefur því þrengst um starfsemi sjúkrahússins og heilsugæslunnar sem einnig er í byggingunni. 

Auglýst verður í fjölmiðlum eftir hentugu húsnæði, en ítarlegri upplýsingar er að finna hér .

 Sjúkrahúsið í ÁrborgÁrvegur, Selfossi

Fréttalisti