• Borgartun-7a

16. september 2021

Sameinuð starfsemi Ríkiseigna og Framkvæmdasýslu

Starfsemi Ríkiseigna og Framkvæmdasýslu ríkisins var 15. september sameinuð undir heitinu Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir.

Starfsemi Ríkiseigna og Framkvæmdasýslu ríkisins var 15. september sameinuð undir heitinu Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir.

Unnið er með fjármála- og efnahagsráðuneyti að samþættu framtíðarskipulagi sameinaðrar stofnunar. Meðan sú vinna stendur yfir verða engar breytingar á daglegri starfsemi sem áfram skiptist í einingarnar Ríkiseignir annars vegar og Framkvæmdasýslu hins vegar. Viðskiptavinir munu því ekki upplifa neinar breytingar á samstarfi við stofnunina að svo stöddu og verða netföng starfsfólks og sviða óbreytt þar til samþætt skipulag liggur fyrir.

Guðrún Ingvarsdóttir er forstjóri sameinaðrar stofnunar, en fyrrum settur framkvæmdastjóri Ríkiseigna, Sólrún Jóna Böðvarsdóttir mun tímabundið fara með daglega stjórn Ríkiseignahluta stofnunarinnar í umboði forstjóra.


Fréttalisti