10. janúar 2023

Ný vefsjá FSRE opnuð

Jarðir og fasteignir ríkisins á einu korti. 

Ný vefsjá FSRE er nú aðgengileg á vef stofnunarinnar.

Í vefsjá FSRE eru þrjú gagnalög sem FSRE hefur yfirumsjón með. Þau eru: Ríkisjarðir, Annað land og lóðir ríkisins og Byggingar í umsjón FSRE. Ásamt því eru mörg önnur opinber kortalög inni í vefsjánni þannig að hægt er á mun auðveldari hátt en áður að bera saman mismunandi gögn og skörun þeirra við jarðir í eigu ríkisins með því að smella á jörðina eða sía útfrá ákveðnum eigindum. Vefsjáin er samvinnuverkefni FSRE og Alta ráðgjafastofu.

Unnið er að frekara uppbroti gagnanna og verður fljótlega hægt að sjá aukna tölfræði um eignir ríkisins.

 


Fréttalisti