23. apríl 2023

Edda rís - myndbönd um byggingu húss íslenskunnar

FSRE hefur í samstarfi við HHÍ og ÍSTAK skrásett byggingarsögu Eddu, húss íslenskunnar með ýmsum hætti. Meðal annars voru framleidd fimm myndbönd um framkvæmdirnar. Það fimmta og síðasta er frumsýnt hér.

Hinar miklu framkvæmdir við hús íslenskunnar hafa ekki farið framhjá íbúum höfuðborgarinnar undanfarin ár. FSRE ákvað í upphafi framkvæmda að skrásetja byggingarsöguna ítarlega. Meðal annars var komið fyrir Time-lapse myndavél á Hótel Sögu sem gerði mögulegt að sjá húsið rísa upp úr "holu íslenskra fræða". Happdrætti Háskóla Íslands og ÍSTAK studdu verkefnið.

Nú birtist fimmta myndbandið í þessari þáttaröð. Í henni koma Guðrún Nordal forstöðumaður Árnastofnunar, Jón Atli Benediktsson háskólarektor og Guðrún Ingvarsdóttir forstjóri FSRE í heimsókn í húsið á lokametrum framkvæmda.


Fyrri þætti um byggingu Eddu má sjá hér að neðan:
Fréttalisti