27. janúar 2023

Níu vilja hanna höfuðstöðvar viðbragðs- og löggæsluaðila

Í nóvember sl. var auglýst eftir teymum til þátttöku í forvali á arkitektahönnun 26 þúsund fermetra húsnæði fyrir viðbragðs- og löggæsluaðila. Níu aðilar skiluðu inn umsókn.

30. nóvember síðastliðinn auglýsti FSRE eftir þátttakendum í forval um hönnun á stórhýsi sem rísa mun við Kleppsgarða.

Höfuðstöðvar löggæslu- og viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu, HVH, verður miðstöð þeirra sem gæta að lögum, reglu, björgun og öryggi almennings. Í miðstöðinni munu þessir aðilar fá nútímalega aðstöðu sem auðveldar til muna hina mikilvægu þjónustu og vernd sem veitt er almenningi.

Í vikunni var farið yfir umsóknir sem borist hafa. Þar kom í ljós að 9 aðilar frá Íslandi og Danmörku óska eftir þátttöku. 

Aðilarnir eru:

Nú verður farið yfir umsóknirnar og hæfi þátttakendanna metið.  Öll arkitektateymi sem óska þátttöku senda inn upplýsingar um getu og reynslu. Þau senda jafnframt inn gögn um lykilstarfsmenn og fá stig samkvæmt þeim upplýsingum. Fimm stigahæstu teymunum verður boðin þátttaka. Séu fleiri teymi en fimm með sama stigafjölda verður dregið milli aðila.

Annað tölublað fréttabréfs verkefnisins kom út í dag. Það má skoða hér

HVH-frettabref-2.-tolubladFréttalisti