16. janúar 2023

Leitað að 8000 fermetrum fyrir hjúkrunarþjónustu aldraðra

Stefnt að opnun þjónustunnar í lok þessa árs.

Í morgun hófst markaðskönnun á vegum FSRE þar sem leitað er að 4-8000 fermetra húsnæði fyrir nýtt úrræði í hjúkrunarþjónustu við aldraða. 

Áformað er að taka á leigu húsnæði sem getur verið tilbúið til notkunar innan 6-12 mánaða frá undirritun leigusamnings. Æskilegt er að húsnæðið fáist afhent ekki síðar en fyrir árslok 2023 eða eins fljótt og auðið er. Í húsnæðinu verði 60-120 hjúkrunarrými. 

Nú þegar eru 522 hjúkrunarrými sem afhent verða rekstraraðilum fram til 2027 í þróun og framkvæmd hjá FSRE. Rýmin sem hér eru til umfjöllunar bætast við þann fjölda.

Gert er ráð fyrir að leigutími verði allt að 20 ár auk mögulegrar framlengingar til 10 ára.

Gerð er krafa um staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu, í nálægð við stofnbrautir, almenningssamgöngur og aðra þjónustustarfsemi.

Gott aðgengi skal vera fyrir hreyfihamlaða, hjólandi og gangandi og hæfilegan fjölda bílastæða, miðað við staðsetningu, fyrir aðstandendur og starfsfólk.

Kröfur til húsnæðisins má sjá hér: Markaðskönnun 60-120 rými LOK 230111


Fréttalisti