25. júní 2024

Leiguhúsnæðis fyrir þrjár heilsugæslur og HTÍ leitað

FSRE auglýsir nú eftir sérhæfðu húsnæði fyrir 15 þúsund manna heilsugæslur í miðborg Reykjavíkur, miðbæ Garðabæjar og miðbæ Hafnarfjarðar. Einnig er leitað húsnæðis fyrir Heyrnar og talmeinastöð Íslands.

Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir (FSRE) stefnir að því að taka á langtímaleigu nútímalegt, verkefnamiðað og sveigjanlegt húsnæði fyrir þrjár heilsugæslur og húsnæði fyrir Heyrnar- og Talmeinastöð Íslands. Gerð er krafa um staðsetningu í nálægð við helstu aðalgötur/tengibrautir og almenningssamgöngur.

Um er að ræða húsnæði fyrir þrjár heilsugæslur og húsnæði fyrir Heyrnar- og Talmeinastöð Íslands (HTÍ) sambyggða einni af heilsugæslunum.

Húsnæði og áætluð stærð:

  • Garðabær heilsugæsla eða Garðabær heilsugæsla ásamt húsnæði fyrir HTÍ. Stærð húsnæðis heilsugæslu skal vera um 2.250 fermetrar og stærð HTI um 700 fermetrar. Krafa er gerð um 75 bílastæði fyrir heilsugæslu og 20 bílastæði fyrir HTÍ eða samtals 95 bílastæði á lóðinni.
  • Reykjavík, heilsugæsla miðbær eða Reykjavík heilsugæsla miðbær ásamt húsnæði fyrir HTI. Stærð húsnæðis fyrir heilsugæslu skal vera um 1.850 fermetrar og stærð húsnæðis fyrir HTI um 700 fermetrar. Krafa er gerð um 59 bílastæði fyrir heilsugæslu og 20 bílastæði fyrir HTÍ eða samtals 79 bílastæði á lóðinni.
  • Hafnarfjörður, heilsugæsla miðbær. Stærð húsnæði skal vera um 1.850 fermetrar og krafa gerð um 59 bílastæði á lóð.

Frekari gögn má nálgast hér:

Heilsugæsla í Garðabæ - Mynd af tillögu að staðsetningu

Heilsugæsla í Miðbæ Rvík - Mynd af tillögu að staðsetningu

Heilsugæsla í Hafnarfirði - Mynd af tillögu að staðsetningu

Skilyrði er að lóð/húsnæði sé staðsett innan marka rauða hringsins á meðfylgjandi yfirlitsmyndum fyrir Garðabæ og Hafnarfjörð og rauðmerkt svæði á korti fyrir miðbæ Reykjavíkur.

Óskað er eftir upplýsingum frá áhugasömum aðilum á markaði, t.a.m. byggingaraðilum og fasteignafélögum, um húsnæði sem kunna að koma til greina sbr. meðfylgjandi yfirlitskort og uppfylla fyrrgreindar kröfur.

Til nánari undirbúnings á fyrirhuguðum áformum er hér með óskað eftir upplýsingum frá aðilum sem hafa áhuga á að hanna, byggja, þróa og reka ofangreint húsnæði. Einnig er óskað eftir upplýsingum frá aðilum sem eiga lóðir/húsnæði á fyrrgreindum stöðum í samræmi við meðfylgjandi yfirlitskort og gætu hugsanlega lagt þær fram til verkefnisins.

Frekari upplýsingar má nálgast hér.


Fréttalisti