26. apríl 2023

Kynningarfundur fyrir forval alútboðs verknámsaðstöðu FB

Hótel Hilton, Suðurlandsbraut 2. maí kl. 13. 

FSRE (Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir boðar til kynningarfundar á forvali vegna lokaðs alútboðs hönnunar og framkvæmda á verknámsaðstöðu fyrir Fjölbrautaskólann í Breiðholti.

Fundurinn fer fram þriðjudaginn 2. maí kl. 13.00 í fundarsölum F og G á Hilton við Suðurlandsbraut.

Fundinum verður ekki streymt, en spurningar sem koma fram á fundinum verða settar ásamt svörum með öðrum fyrirspurnum sem berast áður en fyrirspurnarfrestur er útrunninn.

Skilafrestur þátttökutilkynninga er 15. maí 2023. Fyrirspurnarfrestur rennur út 6. maí og verður öllum fyrirspurnum svarað í síðasta lagi 9. maí.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

13:00  FSRE og fjölbreytt útboðsform - Ólafur Daníelsson framkvæmdastjóri framkvæmda hjá FSRE
13:15    Forval vegna verknámsaðstöðu FB - Hildur Georgsdóttir yfirlögfræðingur FSRE
13:45   Spurningar úr sal

Verktakar og hönnuðir eru sérstaklega hvött til mætingar á fundinn. 

SKRÁNING Á KYNNINGARFUND 


Fréttalisti