• Kynningarfundur um kerfisbundinn frágang
    Kynningarfundur um kerfisbundinn frágang

11. október 2023

Kynningarfundur FSRE um kerfisbundinn frágang

Hótel Nordica

Föstudaginn 20. október kl 10:00 – 11:30
Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir (FSRE) boðar til kynningarfundar um aðferðarfræði kerfisbundins frágangs. Verktakar, hönnuðir og framkvæmdaaðilar hins opinbera eru sérstaklega boðin velkomin á fundinn.

Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir (FSRE) boðar til kynningarfundar um aðferðarfræði kerfisbundins frágangs. Verktakar, hönnuðir og framkvæmdaaðilar hins opinbera eru sérstaklega boðin velkomin á fundinn. FSRE stefnir á innleiðingu kerfisbundins frágangs í verkefnum sínum. Í mörgum byggingarverkefnum skilar virkni tæknilegra kerfa sér ekki til eigenda eða notenda byggingar. Kerfin virka því ekki eins og til er ætlast þegar byggingin er afhent. Byggingar eru í dag útbúnar fleiri tæknikerfum en áður sem gerir hönnun, framkvæmd, afhendingu og notkun flóknari.

Aðferðarfræði kerfisbundins frágangs (systematisk ferdigstillelse) hefur verið innleidd í Noregi til að koma minnka áhættuna á göllum og misræmi í verkefnum. Í því felst að fylgja ákveðnum kerfisbundnum ferlum í hönnun, framkvæmd, við afhendingu og á reynslutíma, Þar til ábyrgðartíma lýkur. Þannig á bygging að uppfylla allar virknikröfur og tæknikerfi að virka samkvæmt lýsingu, bæði kerfin hvert fyrir sig og kerfin í sameiningu. Mikilvægt er að allir þátttakendur í verkefnum tileinki sér aðferðafræðina til að stuðla að auknum áreiðanleika og skilvirkni við samþættingu, hönnun og framkvæmd kerfa í byggingum. 

Skráðu þig hér 

Allir verktakar, hönnuðir og framkvæmdafólk hins opinbera eru hvattir til að mæta á fundinn, en einnig verður einnig verður hægt að taka þátt í gegnum fjarfund.

Dagskrá 
Föstudaginn 20. október kl 10:00 – 11:30

  • Framkvæmdastjóri framkvæmda FSRE – Ólafur Daníelsson 
  • Vandamálin sem Kristján Haukur Flosason hjá Iðnaðartækni stendur frammi fyrir 
  • Kerfisbundinn frágangur – Gunnlaugur Trausti Vignisson HENT Noregi 
  • Kaffihlé 10-15 mín
  • Dæmi um KF í Noregi – Gunnlaugur Trausti Vignisson, HENT Noregi 
  • Umræður 

Auglýsing fyrir kynningarfund


Fréttalisti