• Heiðarbær

11. nóvember 2021

Heiðarbær frístundabyggð fær nýtt deiliskipulag

Um þessar mundir stendur yfir vinna við gerð deiliskipulags fyrir frístundarbyggð í Heiðarbæ, Bláskógarbyggð. Áður en tillaga að deiliskipulagi er unnin er tekin saman lýsing á verkefninu sem nú er í kynningu.

Um þessar mundir stendur yfir vinna við gerð deiliskipulags fyrir frístundarbyggð í Heiðarbæ, Svínanes F3 Bláskógarbyggð. Áður en tillaga að deiliskipulagi er unnin er tekin saman lýsing á verkefninu sem nú er í kynningu.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 21. október 2021 að kynna skipulagslýsingu vegna deiliskipulags frístundabyggðar í landi Heiðarbæjar. Markmið skipulagsgerðarinnar er að:

  • samþætta lóðamörk og götumynd
  • auka skilvirkni við umsýslu á lóðum
  • ramma inn svæðið og nýtingu þess í heild
  • ramma inn einstaka þætti s.s. innviði, náttúruvernd og aðgengi.

Áhersla verður lögð á að skilgreina lóðarmörk, aðgengi og gönguleiðir. Með gerð deiliskipulags fyrir svæðið er einnig verið að fylgja eftir stefnu Bláskógarbyggðar um að stefna skuli að því að deiliskipuleggja eldri frístundabyggðir.

Hægt er að nálgast lýsinguna hér og hér eða á heimasíðu umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita www.utu.is


Fréttalisti