FSRE hlýtur viðurkenningu jafnvægisvogar FKA 2025
FSRE hefur hlotið viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA nú í 6. sinn. Jafnvægisvogin veitti viðurkenningar til 90 fyrirtækja, 22 opinberra aðila og 16 sveitarfélaga.
FSRE hefur hlotið viðurkenningu jafnvægisvogar FKA nú í 6. sinn. Jafnvægisvogin, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) veitti viðurkenningar til 90 fyrirtækja, 22 opinberra aðila og 16 sveitarfélaga úr hópi þeirra 253 þátttakenda sem hafa undirritað viljayfirlýsingu.
Stjórnendur og starfsfólk FSRE er stolt af því að vera þátttakendur í hreyfiaflsverkefninu Jafnvægisvoginni. Viðurkenningunni fylgdi tré að gjöf sem var gróðursett í Jafnréttislundi FKA.