Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir, rifti sl. föstudag verksamningi við verktakafyrirtækið Húsheild ehf.
Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir, rifti sl. föstudag verksamningi við verktakafyrirtækið Húsheild ehf. um byggingu hjúkrunarheimilis að Höfn í Hornafirði. FSRE fylgir lögum og reglum um verksamninga, riftunin byggir á skýrum vanefndum verktaka og markmiðið er að tryggja áframhaldandi framgang verkefnisins og byggja glæsilegt hjúkrunarheimili fyrir samfélagið í Hornafirði.