SVF - Fyrsta skóflustungan tekin
Fyrsta skóflustungan var tekin að nýbyggingu fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, sunnudaginn 8. mars 2015.
Það voru þau Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, sem tóku fyrstu skóflustunguna. að nýbyggingu fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands