Fyrsta skóflustungan að nýju húsnæði Hafrannsóknastofnunar
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Jón Gunnarsson þingmaður tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri byggingu fyrir Hafrannsóknastofnun að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði í gær.
Nýbyggingin verður um 4.080 m² skrifstofu- og rannsóknarými. Þá verður geymsla, verkstæði og útgerðaraðstaða í um 1.440 m² eldri byggingu.
Áætluð verklok eru um mitt ár 2019.
Verkkaupi er fjármála- og efnahagsráðuneyti.
Umsjón hefur Framkvæmdasýsla ríkisins.