Heilsugæsla Miðbæ Reykjavíkur - Leiguhúsnæði

Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir f.h. ríkissjóðs óskar eftir að taka á leigu húsnæði fyrir starfsemi heilsugæslu í miðbæ Reykjavíkur.

Miðað er við að húsnæðið verði tekið á langtímaleigu til 15 - 20 ára, fullbúið til notkunar, án lauss búnaðar. Gerð er krafa um að húsnæðið sé a.m.k komið vel áleiðis í byggingarfasa, í því felst að skipulag lóðar og ytri hönnun þarf að liggja fyrir þegar tilboði er skilað. Æskilegt er að húsnæðið verði á 1. og/eða 2. hæð og staðsett miðsvæðis í 101 Reykjavík. Það skal vera gott aðgengi þ.m.t. fyrir hreyfihamlaða, hjólandi, gangandi og næg bílastæði.

Húsrýmisþörf er áætluð um 1.800 – 2.000 fermetrar brúttó.

Afhendingartími húsnæðis er innan 24 mánaða frá undirritun leigusamnings.

Nánari upplýsingar um þær kröfur sem húsnæðið þarf að uppfylla verða aðgengilegar á www.utbodsvefur.is mánudaginn 26. maí 2025.

Frekari gögn má nálgast hér:

Húslýsing - Heilsugæsla Miðbæ Reykjavíkur

Þarfagreining og húsrýmisáætlun - Heilsugæsla Miðbæ Reykjavíkur

Til útfyllingar - Tilboðsblað

Við mat á hagkvæmni tilboða verður m.a. tekið tillit til leiguverðs, stærðar húsnæðis og skipulags þess út frá fyrirhugaðri nýtingu, öryggis, afhendingartíma, staðsetningu og aðkomu.

Fyrirspurnir varðandi verkefnið Heilsugæsla miðbæ Reykjavíkur , skulu sendar á netfangið leiguhusnaedi@fsre.is.

Fyrirspurnarfrestur rennur út 10. júní 2025 en svarfrestur er til og með 13. júní 2025.

Leigutilboð skal senda á leiguhusnaedi@fsre.is, eigi síðar en kl. 13:00 mánudaginn 30. júní 2025.

Merkja skal tilboðin; nr. 6330283 – Heilsugæsla Miðbæ Reykjavíkur – Leiguhúsnæði

Leiga á grundvelli þessarar auglýsingar er undanskilin lögum um opinber innkaup nr. 120/2016, sbr. a. lið 1. mgr. 11.gr.

Gögn sem fylgja skulu tilboði þurfa m.a. að innihalda eftirfarandi upplýsingar:

  • Afhendingartíma húsnæðis
  • Staðsetningu, stærð og aldur húsnæðis og tillöguteikningar
  • Fjölda bílastæða, aðkomu að lóð og byggingu
  • Leiguverð per/m2 og heildarleiguverð
  • Húsgjöld ef við á
  • Gildandi deiliskipulag svæðis þ.e. lóðar og aðlægra lóða
  • Tilvísun í gildandi aðalskipulag

Útboðsnúmer: 6330283

Fyrirspurnarfrestur: 10.6.2025

Opnun tilboða: 30.6.2025