Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi - Leiguhúsnæði

Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir f.h. ríkissjóðs óskar eftir að taka á leigu húsnæði fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Miðað er við skammtímaleigu til 4 ára, fullbúið til notkunar, án lauss búnaðar.

Um er að ræða 250 fermetra hefðbundið skrifstofurými ásamt 200 fermetra geymslu. Kostur er ef skrifstofan verður staðsett  í göngufæri við sjúkrahúsið á Selfossi. Geymslan má vera aðskilin frá skrifstofunni.

Frekari upplýsingar um þær kröfur sem húsnæðið verður að uppfylla verða aðgengilegar á www.utbodsvefur.is  mánudaginn 21. nóvember 2022. Húslýsingu má finna hér

Við mat á hagkvæmni tilboða verður m.a. tekið tillit til leiguverðs, stærð húss og skipulags þess út frá fyrirhugaðri starfsemi, afhendingartíma, staðsetningu, aðkomu og bílastæðum.

Fyrirspurnir varðandi verkefnið Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi - Leiguhúsnæði skulu sendar á netfangið leiguhusnaedi@fsre.is . Fyrirspurnarfrestur rennur út 29. nóvember 2022 en svarfrestur er til og með 2. desember 2022.

Leigutilboð skal senda á leiguhusnaedi@fsre.is , eigi síðar en kl. 13:00 fimmtudaginn 15. desember 2022. Merkja skal tilboðin; Nr. 221120 – Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi - Leiguhúsnæði.

Leiga á grundvelli þessarar auglýsingar er undanskilin lögum um opinber innkaup nr. 20/2016, sbr. a. lið 1. mgr. 11. gr.

Útboðsnúmer: 221122

Fyrirspurnarfrestur: 29.11.2022

Opnun tilboða: 15.12.2022