Dómstólasýslan - nýtt leiguhúsnæði
- Verkkaupi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið
- Staða: Öflun húsnæðis
- Verkefnisnúmer: 633 0121
- Verkefnastjóri: Gíslína Guðmundsdóttir og Ármann Óskar Sigurðsson
- Stærð mannvirkis: Um 240 fermetrar
Um verkefnið
Verkefnið fólst í að finna skrifstofuhúsnæði til leigu fyrir nýja stjórnsýslustofnun, dómstólasýsluna, sem tók til starfa 1. janúar 2018. Auglýst var eftir húsnæði árið 2017 og bárust fimm tilboð. Ákveðið var að taka á leigu um 240 fermetra húsnæði að Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík. Leigusamningur var undirritaður 6. febrúar 2018. Framkvæmdasýslan hafði eftirlit með framkvæmd á staðnum en húsnæðið var tilbúið snemma vors 2018.
Nánari upplýsingar veita verkefnastjórar.
Skilagrein
Skilagrein vegna leiguhúsnæðis fyrir Dómstólasýsluna, sem unnið var að á tímabilinu júlí 2017 til mars 2018, var unnin samkvæmt lögum um skipan opinberra framkvæmda. Skilagreinin gefur yfirlit yfir ráðgjöf og þjónustu við öflun leiguhúsnæðisins. Öll útgefin skilamöt/skilagreinar/skilablöð má finna á vef FSR undir Útgefið efni.