FSRE

Valmynd


  • Byggingar
  • Jarðir og auðlindir
  • Verkefni í þróun
  • VÖR

Varðveislu- og rannsóknasetur Þjóðminjasafns Íslands

Um verkefnið

Í nýju leiguhúsnæði fyrir varðveislu- og rannsóknasetur Þjóðminjasafns Íslands eru öryggisgeymslur fyrir stóran hluta safnkosts Þjóðminjasafns auk aðstöðu fyrir starfsmenn, sérfræðinga, fræðimenn og nemendur. Fullkomin hita- og rakastýring er í öryggisgeymslum svo tryggja megi varðveislu viðkvæms safnskosts. Í húsnæðinu eru einnig rannsóknarstofur, forvörsluverkstæði og aðstaða til undirbúnings sýninga. Þá er kennsluaðstaða í húsinu en Þjóðminjasafn Íslands er háskólastofnun sem felur í sér mikilvægt hlutverk gagnvart rannsóknaraðilum og námsmönnum. Safnkosti Þjóðminjasafns Íslands verður komið fyrir í fullbúnu húsnæði í áföngum á næstu tveimur árum, en hluti safnkosts hefur til þess verið geymdur við bráðabirgðaaðstæður á Seltjarnarnesi, í Reykjavík og Kópavogi. Hluti safnkostsins verður áfram varðveittur í húsnæði safnsins í Kópavogi þar sem Ljósmyndasafn Íslands í Þjóðminjasafni verður áfram til húsa. Lokið var við innkaup á lausum búnaði og öryggiskerfum fyrir húsið árið 2017. 

Verkkaupi er Þjóðminjasafn Íslands.

  • Upplýsingablað mannvirkis við vígslu

 


Aðalvalmynd

  • Leiguþjónusta
    • Viðhald aðstöðu
    • Breytingar á aðstöðu
    • Deigla
    • Þjónusta leigusala
    • Flóttafólk
  • Eignasafn og þróun
    • Byggingar
    • Jarðir og auðlindir
    • Verkefni í þróun
    • VÖR
  • Útboð og sala
    • Auglýsingar
    • Örútboð
    • Opnun tilboða
    • Niðurstöður útboða
    • Sala og leiga
    • Samkeppnir
    • Kaup á leigulóð
  • Um okkur
    • Hlutverk
    • Skipurit
    • Fréttalisti
    • Starfsfólk
    • Reikningar
    • Gjaldskrá
    • Lög og reglur
    • Viðmið og stefnur
    • Útgefið efni
  • English

Leita á vefnum


FSRE

Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir

Borgartúni 26, 105 Reykjavík
FSRE kt.: 510391-2259

Ríkiseignir kt.: 690981-0259

Afgreiðslutímar

  • Mánudaga - fimmtudaga 9:00 - 15:00
  • Föstudaga 9:00 - 14:00

Hafa samband

590 9700
fsre@fsre.is

  • Starfsfólk
  • Reikningar
  • Gjaldskrá