FSRE

Valmynd


  • Byggingar
  • Jarðir og auðlindir
  • Verkefni í þróun
  • VÖR

Suðurströnd 12, Seltjarnarnesi - Heilsugæsla, endurbætur

  • Verkkaupi: Stofnanir
  • Staða: Verkefni lokið
  • Verkefnisnúmer: 609 5012
  • Verkefnastjóri: Þorvaldur St. Jónsson

Um verkefnið

Verkefnið fólst í endurbótum á húsnæði heilsugæslunnar á 1. hæð, Suðurströnd 12, Seltjarnarnesi, sem unnar voru á árunum 2014–2015, þó að meginhluta 2015. Heildarstærð á umræddu húsnæði er rétt um 1.000 m2. Verkkaupi var Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7 (nú Ríkiseignir). Framkvæmdasýsla ríkisins (FSR) hafði umsjón með verkefninu fyrir hönd verkkaupa á stigi verklegrar framkvæmdar og skilamats.

Frumathugun

Frumathugun var í höndum Ríkiseigna og var unnin á árunum 2011–2015, fyrir húseignina Suðurströnd 12, Seltjarnarnesi. Bæði frumathugunin og áætlunargerðin voru hluti af stærra verkefni hjá Ríkiseignum. 

Áætlunargerð

Áætlunargerð á endurbótum (endurinnréttingum) fyrir heilsugæsluna á 1. hæð á Suðurströnd 12 var alfarið í höndum Ríkiseigna. 

Verkleg framkvæmd

Um var að ræða heildar endurnýjun innandyra á húsnæði heilsugæslunnar á jarðhæð hússins. Framkvæmdin var boðin út 24. nóvember 2014. Tilboð voru opnuð 10. desember 2015. Þann 29. janúar 2015 var tilboði Þarfaþings hf. að fjárhæð 156.851.416 kr. með vsk. tekið, sem var 79,44% af kostnaðaráætlun. Gerður var skriflegur samningur um verkið í framhaldi af því að fjárhæð 152.501.416 kr. Framkvæmdir hófust um miðjan febrúar 2015. Lokaúttekt FSR fór fram 25. nóvember 2015. Þá komu fram nokkrar athugasemdir sem gengið var frá að mestu leyti í öryggisúttekt í byrjun desember 2015. Í framhaldinu var húsnæðið tekið í notkun. Á verktíma fóru fram lögbundnar úttektir byggingarfulltrúa. Öryggisúttekt byggingarfulltrúa fór fram 2. desember 2015 og lokaúttekt 6. apríl 2016.

Verkefnisstjórn og eftirlit með framkvæmdunum fyrir hönd Framkvæmdasýslunnar hafði Þorvaldur St. Jónsson, verkefnastjóri FSR. 

Skilamat

Skilamat um endurbætur á húsnæði heilsugæslunnar á Suðurströnd 12, Seltjarnarnesi, var unnið samkvæmt lögum um skipan opinberra framkvæmda. Framkvæmdirnar voru unnar á árunum 2014-2015. Skilamatið og öll útgefin skilamöt/skilagreinar/skilablöð má finna á vef FSR undir Útgefið efni. 


Aðalvalmynd

  • ÚKRAÍNA
  • Leiguþjónusta
    • Viðhald aðstöðu
    • Breytingar á aðstöðu
    • Deigla
    • Þjónusta leigusala
  • Eignasafn og þróun
    • Byggingar
    • Jarðir og auðlindir
    • Verkefni í þróun
    • VÖR
  • Útboð og sala
    • Auglýsingar
    • Örútboð
    • Opnun tilboða
    • Niðurstöður útboða
    • Sala og leiga
    • Samkeppnir
    • Kaup á leigulóð
  • Um okkur
    • Hlutverk
    • Skipurit
    • Fréttalisti
    • Starfsfólk
    • Reikningar
    • Gjaldskrá
    • Lög og reglugerðir
    • Viðmið
    • Útgefið efni
  • English

Leita á vefnum


FSRE

Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir

Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Kt.: 510391-2259

Afgreiðslutímar

  • Mánudaga - fimmtudaga 9:00 - 15:00
  • Föstudaga 9:00 - 14:00

Hafa samband

590 9700
fsre@fsre.is

  • Starfsfólk
  • Laus störf
  • Gjaldskrá