Þingvellir - Hakið
- Staða: Í verklegri framkvæmd
- Verkefnisnúmer: 601 2020
- Verkefnastjóri: Gíslína Guðmundsdóttir, Guðbjartur Á. Ólafsson og Gunnar Sigurðsson
Um verkefnið
Alþingi hefur samþykkt fjárveitingar til heildarverkefnisins á fjárlagalið Þjóðgarðsins á Þingvöllum, 01-902-6.01 Nýframkvæmdir í fjárlögum 2014 og 2015. Í fjárlögum 2014 er veitt fjárveiting sem nemur 225 m.kr. til heildarverkefnis og 95 m.kr. á árinu 2015 eða samtals 320 m.kr. Að auki mun þjóðgarðurinn nýta að hluta þær árlegu fjárveitingar sem veittar eru til framkvæmda og er gert ráð fyrir að heildarkostnaður við framkvæmdirnar á Hakinu á framangreindu tveggja ára tímabili geti numið allt að 352 m.kr.
- Þingvellir - Hakið - Bílastæði
- Þingvellir - Hakið - Jarðvinna og hraunhellulögn
- Þingvellir - Hakið - Pallur, skárampur og brýr
- Þingvellir - Hakið - Þjónustuhús
- Þingvellir - Hakið - Þjónustumiðstöð þarfagreining
Verkkaupar eru Þjóðgarðurinn á Þingvöllum - Þingvallanefnd, ábyrgðarmaður Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður. Guðbjartur Magnússon verkefnisstjóri VSÓ með eftirlit. Ásberg K. Ingólfsson eftirlit á jarðvinnu.
Þingvellir - Hakið - Bílastæði
Verkefnið varðar gerð nýrra bílastæða og gönguleiða fyrir gestastofu Þjóðgarðsins á Hakinu við Þingvelli. Á bílastæðinu verða stæði fyrir 80 fólksbifreiðar, auk akstursleiða og hellulagðra gönguleiða og tveggja hellulagðra bílastæða fyrir fatlaða.
Þingvellir - Hakið - Jarðvinna og hraunhellulögn
Verkefnið er hraunhellulögn á 765 fermetra nærsvæði gestastofunnar sem kallað er Hlað. Áður en hellulögn hefst þarf að jarðvegsskipta undir hellunum og taka í hæð miðað við aðliggjandi land.
Þingvellir - Hakið - Pallur, skárampur og brýr
Verkefnið er bygging á steinsteyptum palli og skárampa frá hlaði upp á hann við gestastofuna og að smíða og koma fyrir nýrri brú frá útsýnisstað á Hakinu yfir á Hlað við gestastofuna. Jafnframt að setja á skárampann eikardekk, steinslípa gólf pallsins og verja og pússa veggi palls og rampa að utan og koma fyrir handriðum.
Þingvellir - Hakið - Þjónustuhús
Verkefnið er að fullhanna, smíða og koma upp 75,6 fermetra þjónustuhúsi austan við nýja bílastæðið við enda núverandi salernishúss. Auk þess er 11,0 fermetra þurrkhjallur við vesturenda og 14,8 m2 verönd við austurenda. Í fyrirhugaðri byggingu verður aðstaða fyrir þjónustulið Þjóðgarðsins, kaffiaðstaða, hreinlætisaðstaða og skrifstofa/samskiptamiðstöð starfsliðsins.
Þingvellir - Hakið - Þjónustumiðstöð þarfagreining
Verkefni er hugmyndavinna og þarfagreining á þeirri starfsemi sem gestastofa þarf að innibera. Leitað verður sérfræðiálita innanlands og úr sambærilegum verkefnum erlendis og verkefninu lokið með frumathugun. Þar verða settir fram mögulegir valkostir og kostnaðurinn við þá metinn. Einnig er í áætlun gert ráð fyrir að hægt verði að hefjast handa við undirbúning og jafnvel jarðvinnu vegna fyrirhugaðrar stækkunar 2014.