Leiga - Heilsugæsla í Vík í Mýrdal
FSRE f.h. Ríkiseigna óska eftir að taka á leigu húsnæði fyrir starfsemi heilsugæslu í Vík í Mýrdal.
Miðað er við að húsnæðið verði tekið á langtímaleigu til allt að 15 ára, með heimild til framlengingar til 5 ára. Húsnæðið skal uppfylla kröfur byggingareglugerðar og skilmála gildandi deiliskipulags. Húsnæðið þarf jafnframt að uppfylla gildandi viðmið um starfsemi og þjónustu heilbrigðisstofnunar. Gerð er krafa um afhendingu á fullbúnu húsnæði án lauss búnaðar.
Óskað er eftir upplýsingum um húsnæði sem er staðsett í Vík í Mýrdal, innan þéttbýliskjarnans. Kostur ef húsnæðið er staðsett í nálægð við aðra þjónustustarfsemi. Aðgengi skal vera gott þ.m.t. fyrir hreyfihamlaða, hjólandi, gangandi og næg bílastæði.
Húsrýmisþörf er áætluð 480-530 fermetrar.
Afhendingartími húsnæðis er að hámarki 18 mánuðir frá undirritun leigusamnings eða fyrr.
Við mat á hagkvæmni tilboða verður m.a. tekið tillit til leiguverðs, stærðar húsnæðis og skipulags þess út frá fyrirhugaðri nýtingu, öryggis, afhendingartíma, staðsetningu og aðkomu.
Leiga á grundvelli þessarar auglýsingar er undanskilin lögum um opinber innkaup nr. 120/2016, sbr. a. lið 1. mgr. 11. gr.
Markaðskönnun þessi felur ekki í sér loforð um viðskipti og er réttur áskilinn til að hafna tilboðum.
Allar nánari upplýsingar um er að finna í útboðskerfi FSRE, TendSign.is.
Leiðbeiningar varðandi skráningu og skil tilboða er að finna á hér.
Beinn hlekkur: https://tendsign.is/doc.aspx?ID=234836&B=KgusxIQdEXgA
Útboðsnúmer: 6087058
Opnun tilboða: 27.11.2025