Forauglýsing – Hjúkrunarheimili á Akureyri – leiguleið

Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir (FSRE) f.h. Félags- og húsnæðismálaráðuneytis, kt. 521218-0610 (sem hér eftir nefnist kaupandi), vekur athygli á fyrirhuguðum innkaupum á leigutilboðum fyrir húsnæði undir nýtt hjúkrunarheimili á Akureyri. Verkefnið felur í sér uppbyggingu, fullgerð og leigu hjúkrunarheimilis sem Ríkiseignir mun leigja.

Óskað er eftir húsnæði fyrir nýtt 100 rýma (6.500 m2) hjúkrunarheimili með möguleika á framtíðarstækkun um 40 rými. Viðbótar 40 rými yrðu í formi viðbyggingar (2.600 m2).

Hið leigða húsnæði skal rísa á lóð Þursaholts 6, Akureyri.

Kaupandi mun leggja til og greiða fyrir fullnaðarhönnun húsnæðisins sem þarf til að húsið fái lögboðnar úttektir. Boðið húsnæði þarf að standast gildandi lágmarkskröfur byggingarreglugerðar nr. 112/2012 og lágmarksviðmið um byggingu og starfsemi hjúkrunarheimila, 3. útgáfu frá 2022. Boðið húsnæði þarf jafnframt að rúmast innan heimilda deiliskipulags.

Gert er ráð fyrir að fullnaðarhönnun og framkvæmd taki allt að 40 mánuði, og að leigusamningur verði gerður til 25 ára.

Áætlað er að útboðið verði auglýst í lok nóvember/byrjun desember 2025, bæði innanlands og á Evrópska efnahagssvæðinu (EES).

Allar nánari upplýsingar um útboðið verður að finna í útboðskerfi FSRE, TendSign.is.

Leiðbeiningar varðandi skráningu og skil tilboða er að finna á hér.

Áhugasömum er bent á að fylgjast vel með útboðsvefnum.

Útboðsnúmer: 25-0275

Opnun tilboða: 22.10.2025