Leiguhúsnæði fyrir Útlendingastofnun
FSRE f.h. Ríkiseigna óska eftir að taka á leigu húsnæði fyrir starfsemi Útlendingastofnunar á höfuðborgarsvæðinu.
Miðað er við að húsnæðið verði tekið á langtímaleigu til allt að 15 ára, fullbúið til notkunar, án lauss búnaðar. Gerð er krafa um að húsnæðið sé amk. komið vel áleiðis í byggingarfasa en í því felst að skipulag lóðar og ytri hönnun þarf að liggja fyrir þegar tilboðið er skilað.
Óskað er eftir húsnæði miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu í nálægð við almenningssamgöngur m.a. fyrirhugaða borgarlínu. Kostur ef húsnæðið er staðsett í nálægð við aðra þjónustustarfsemi. Aðgengi skal vera gott þ.m.t. fyrir hreyfihamlaða, hjólandi, gangandi og næg bílastæði til að anna þeirri þjónustu sem um ræðir.
Húsrýmisþörf er áætluð 1.800-2.000 fermetrar.
Afhendingartími húsnæðis er að hámarki 18 mánuðir frá undirritun leigusamnings eða fyrr. Sjá nánar Húslýsingu í Viðauka I
Leiga á grundvelli þessarar auglýsingar er undanskilin lögum um opinber innkaup nr. 120/2016, sbr. 1 lið 1. mgr. 11.gr.
Allar nánari upplýsingar um er að finna í útboðskerfi FSRE, TendSign.is.
Leiðbeiningar varðandi skráningu og skil tilboða er að finna á hér.
Beinn hlekkur: https://tendsign.is/doc.aspx?ID=233256&B=AG2bQmK75S4A
Útboðsnúmer: 24-0466
Opnun tilboða: 4.11.2025