Markaðskönnun - Leiguhúsnæði á Akureyri
FSRE f.h. Ríkiseigna óska eftir að taka á leigu húsnæði fyrir starfsemi ríkisstofnunar á Akureyri.
Miðað er við að húsnæðið verði tekið á langtímaleigu til allt að 15-20 ára, með heimild til framlengingar til 5 ára. Húsnæðið skal uppfylla kröfur byggingareglugerðar og skilmála gildandi deiliskipulags.
Húsnæðið þarf jafnframt að uppfylla gildandi viðmið um vinnuumhverfi og verða leigusalar að afhenda húsnæðið fullbúið til notkunar.
Óskað er eftir upplýsingum um húsnæði sem er staðsett á Akureyri, innan þéttbýliskjarna og í nálægð við almenningssamgöngur. Kostur ef húsnæðið er staðsett í nálægð við aðra þjónustustarfsemi. Aðgengi skal vera gott þ.m.t. fyrir hreyfihamlaða, hjólandi, gangandi og næg bílastæði.
Húsrýmisþörf er áætluð 450-550 fermetrar.
Afhendingartími húsnæðis er að hámarki 12-18 mánuðir frá undirritun leigusamnings eða fyrr.
Allar nánari upplýsingar um útboðið er að finna í útboðskerfi FSRE, TendSign.is.
Leiðbeiningar varðandi skráningu og skil upplýsinga er að finna á hér.
Beinn hlekkur: https://tendsign.is/doc.aspx?ID=231915&B=ZweKeZrZHKsA
Útboðsnúmer: 6061054
Opnun tilboða: 16.10.2025