Markaðskönnun - Leiguhúsnæði fyrir börn með fjölþættan vanda
FSRE f.h. Ríkiseigna óska eftir að taka á leigu íbúðarhúsnæði fyrir Barna- og fjölskyldustofu. Miðað er við að leiga geti verið 2-5 ár, með möguleika á framlengingu.
Óskað er eftir þremur til sex leigueiningum sem geta verið í einbýli og/eða fjölbýli.
Leitað er eftir 5-10 herbergja íbúðarhúsnæði, einkum nýlegu eða viðhaldslitlu húsnæði í góðu ástandi. Til greina koma bæði íbúðir og/eða sérbýli. Hver leigueining þarf að vera 180-320 fm. (samtals allt að 1.200 fm.). Æskilegt er að fleiri en ein eining séu saman í þyrpingu en ekki fleiri en þrjár í sömu byggingu. Leigusali mun sjá um viðhald skv. húsaleigulögum.
Óskað er eftir húsnæði sem er ekki lengra en u.þ.b. 100 km. frá höfuðborgarsvæðinu eða u.þ.b. 50 km. frá Akureyri.
Afhendingartími húsnæðis er að hámarki 3-6 mánuðir frá undirritun leigusamnings eða fyrr.
Við mat á hagkvæmni tilboða verður m.a. tekið tillit til leiguverðs íbúðarhúsnæðisins, ástands, stærð þess, skipulags, afhendingartíma, staðsetningu og aðkomu. Um markaðskönnun er að ræða og áskilinn réttur til að hafna öllum tilboðum.
Allar nánari upplýsingar um útboðið er að finna í útboðskerfi FSRE, TendSign.is.
Leiðbeiningar varðandi skráningu og skil upplýsinga er að finna á hér.
Beinn hlekkur: https://tendsign.is/doc.aspx?ID=232766&B=RjJmENdhMBIA
Útboðsnúmer: 25-0198
Opnun tilboða: 9.10.2025