Lóðarframkvæmdir við sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum
Framkvæmdasýslan Ríkiseignir (FSRE), kt. 510391-2259, óska eftir tilboðum í lóðaframkvæmdir við sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum fh. Ríkiseigna.
Verkið felur í sér endurnýjun bílastæða norðan við sjúkrahús HSU í Vestmannaeyjum, bætta aðkomu bráðamóttöku og kapellu, endurskipulag bílastæða að sunnanverðu og uppfærslu á ýmsum feril- og dvalarsvæðum. Lóð sjúkrahússins er u.þ.b. 6400m², og þar af er fótspor spítalans um 1.550m².
Um er að ræða almennt útboð að ræða eins og því er lýst í 2. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 (OIL) og grein 1.2.2 í ÍST 30:2012. Útboð þetta er aðeins auglýst innanlands.
Allar nánari upplýsingar um útboðið er að finna í útboðskerfi FSRE, TendSign.is.
Leiðbeiningar varðandi útboðskerfið er að finna á heimasíðu Fjársýslunnar.
Beinn hlekkur á útboðslýsinguna er https://tendsign.is/doc.aspx?ID=230935&B=3xmLAkipyJgA
Útboðsnúmer: 240033A
Opnun tilboða: 30.6.2025