HEILSUGÆSLA Í UPPSVEITUM SUÐURLANDS – LEIGUHÚSNÆÐI - UPPFÆRT

 

6090220  Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir f.h. ríkissjóðs óska eftir að taka á leigu húsnæði fyrir starfsemi heilsugæslu í Uppsveitum Suðurlands.

Miðað er við að húsnæðið verði tekið á langtímaleigu til 15 ára, fullbúið til notkunar, án lauss búnaðar. Gerð er krafa um staðsetningu innan starfssvæðis Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Uppsveitum Suðurlands sbr. fylgiskjal 2, þannig að hún sé heppilega staðsett m.v. aðrar starfsstöðvar heilsugæslna á Suðurlandi. Það skal vera gott aðgengi þ.m.t. fyrir hreyfihamlaða, hjólandi, gangandi, sjúkrabifreiðar og næg bílastæði.

Heilsugæsla í Uppsveitum Suðurlands veitir samfellda og alhliða heilsugæsluþjónustu sem grundvallast á sérþekkingu á sviði heimilislækninga, hjúkrunar, heilsuverndar og byggir á víðtæku þverfaglegu samstarfi. Því  skiptir staðsetning húsnæðisins, þ.e. nálægð við þéttbýli og helstu stofnbrautir, miklu máli við staðarval.

Húsrýmisþörf er áætluð um 330 - 380 fermetrar fyrir heilsugæslu.

Húsrýmisþörf fyrir íbúð er 40 fermetra. Tilgreining á húsrýmisþörf fyrir íbúð fór inn í auglýsinguna fyrir mistök og á ekki við.

Frekari gögn: Húslýsing - Heilsugæsla í Uppsveitum Suðurlands, leiguhúsnæði

Tilboð fyllist út hér: Tilboð bjóðenda

Við mat á hagkvæmni tilboða verður m.a. tekið tillit til leiguverðs, stærðar húsnæðis og skipulags þess út frá fyrirhugaðri nýtingu, öryggis, afhendingartíma, staðsetningu og aðkomu.

Fyrirspurnir varðandi verkefnið Heilsugæsla í Uppsveitum Suðurlands, skulu sendar á netfangið leiguhusnaedi@fsre.is.

Frestur til að skila inn tilboðum hefur verið framlengdur til kl. 13:00, miðvikudaginn 21. febrúar nk.

Jafnframt hefur fyrirspurnarfrestur verið framlengdur til 5. febrúar og svarfrestur til 9. febrúar nk.

Merkja skal tilboðin; nr. 6090220 – Heilsugæsla í Uppsveitum Suðurlands – Leiguhúsnæði

Leiga á grundvelli þessarar auglýsingar er undanskilin lögum um opinber innkaup nr. 120/2016, sbr.  a. lið 1. mgr. 11. g.

Fyrirspurnir og svör má sjá hér:

Fyrirspurnir og svör - Heilsugæsla í Uppsveitum Suðurlands

Útboðsnúmer: 6090220

Fyrirspurnarfrestur: 05.02.2024

Opnun tilboða: 21.2.2024