Markaðskönnun - Heilbrigðisstofnun Vesturlands óskar eftir íbúðarhúsnæði til leigu í Borgarnesi

Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir f.h. ríkissjóðs óska eftir að taka á LEIGU íbúðarhúsnæði fyrir Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Miðað er við að leiga geti verið til 10 ára.

Óskað er eftir tveimur íbúðum til leigu.

Leitað er eftir 2ja – 4ra herbergja íbúðarhúsnæði, einkum nýlegu eða viðhaldslitlu húsnæði í góðu ástandi. Til greina koma bæði íbúðir og/eða minni sérbýli.

Við mat á hagkvæmni tilboða verður m.a. tekið tillit til leiguverðs íbúðarhúsnæðisins, ástands, stærð þess, skipulags, afhendingartíma, staðsetningu, aðkomu og bílastæðum. Aðeins er um markaðskönnun að ræða og áskilinn réttur til að hafna öllum tilboðum.

Fyrirspurnir varðandi verkefnið Heilbrigðisstofnun Vesturlands skulu sendar á netfangið leiguhusnaedi@fsre.is.

Fyrirspurnarfrestur rennur út 1. nóvember 2023 en svarfrestur FSRE er til og með 6. nóvember 2023.

Leigutilboð skal senda á leiguhusnaedi@fsre.is, eigi síðar en kl. 13:00 mánudaginn 13. nóvember 2023.

Merkja skal tilboðin; nr. 6088227Heilbrigðisstofnun Vesturlands - Íbúðarhúsnæði. 

Útboðsnúmer: 6088227

Opnun tilboða: 13.11.2023