Aðstaða fyrir ferðafólk á Geysi bætt í haust

FSRE leitar nú tilboða í verkefnið Geysir, innviðir innan girðingar - 1. Verkáfangi; göngustígar og pallar.

Verkið er fyrsti áfangi í talsverðum endurbótum á aðstöðu ferðafólks á hverasvæðinu. Þessi fyrsti áfangi af þremur felst í lagningu göngustíga frá væntanlegum nýjum inngangi inn á Geysissvæðið, um fjölbreytt hverasvæði að Strokki.

Þaðan munu stígarnir leiða ferðafólk áfram upp að hverunum Blesa og Konungshver. Tengist göngustígur að síðustu stígum og pöllum í Laugarfelli ofan girðingar. 

Verkþættir eru meðal annars: Jarðvegsskipti, mótun lands, yfirborðsfrágangur stíga og palla með möl, steinlögn og með svífandi trefjagrindum, ásamt trépöllum og handriðum.

Fyrirspurnartíma lýkur 25. júlí 2023, Frestur til að skila inn rafrænum tilboðum er til kl. 10.00 10. ágúst. Framkvæmdatíma lýkur 31. maí 2024.

Allar nánari upplýsingar er að finna í rafrænu útboðskerfi Ríkiskaupa, https://tendsign.is/doc.aspx?ID=205886&B=yMQDF5gmMpsA

Leiðbeiningar varðandi útboðskerfið má nálgast á heimasíðu Ríkiskaupa.

Útboðsnúmer: 21757

Opnun tilboða: 10.08.2023

Útboðsnúmer: 21757

Fyrirspurnarfrestur: 25.07.2023

Opnun tilboða: 10.8.2023