Spildur til leigu á ríkisjörðum

Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir f.h. Ríkissjóðs Íslands auglýsa eftir umsóknum um leigu á þremur spildum á ríkisjörðum. Um er að ræða eftirfarandi spildur: 

Flekkuvík 1, Vogum á Vatnsleysuströnd

Land nr. L130838
Stærð svæðis 7,3 ha
Ársleiga: 90.359 kr.
Heimiluð nýting: Til ræktunar
 Flekkuvik-leigu
Staðarey, suðurhluti, Eyjafjarðarsveit

Land nr.: L152768
Stærð svæðis: 19 ha
Ársleiga: 235.182 kr.
Heimiluð nýting: Til beitar
 Stadarey-leiga
 Flóagaflsmýri, Árborg

Land nr.: L165860
Stærð svæðis: 122 ha
Ársleiga: 755.058 kr.
Heimiluð nýting: Til beitar
Skýring: Ef fleiri en einn aðili sækja um svæðið verður skoðað að búta svæðið niður og leigja þá minni hluta til fleiri aðila. 
 Floagaflsmyri-leiga

 Í boði er leigusamningur til allt að 5 ára í samræmi við reglur og gjaldskrá um afnot af ríkislandi. FSRE munu ganga til samninga við þann eða þá umsækjendur sem uppfylla skilyrði landeiganda best að mati FSRE. Sjá má dæmi um samning hér

Áhugasömum er bent á að fara á staðinn og skoða spildurnar og nánasta umhverfi á eigin vegum.

Umsóknarfrestur er til og með 30. júní. n.k.  Fyrirspurnir skulu berast til FSRE á netfangið: eva.dis.thordardottir@fsre.is eða í síma 590 9700.

Afmörkun verkefnis
Áhersla er lögð á að spildurnar verði nýttar til hagsbóta fyrir byggð á svæðinu, s.s. til að styrkja búsetu, landbúnaðarframleiðslu og atvinnustarfsemi sem fyrir er, eða stuðli að nýsköpun. Í umsókn skal m.a. koma fram hvaða spilda eða spildur er sótt um, ásamt lýsingu á áformum umsækjanda um fyrirhugaða nýtingu og hvernig hún uppfyllir áherslur leigusala. Ekki er heimilt að byggja mannvirki á spildunum eða nýta þau sem geymslusvæði.

Miðað er við að leiguverð sé í samræmi við reglur um afgjöld fyrir afnot af landi í eigu ríkissjóðs.
Áskilinn er réttur til að hafna öllum tillögum.

Kröfur og hæfi
Hið opinbera gerir ríkar kröfur til aðila sem það á í viðskiptasambandi við. Óskað er eftir að áhugasamir aðilar geri grein fyrir hæfi sínu og leggi fram tillögu um starfsemi á svæðinu. Tekin verður afstaða til hugmynda þeirra aðila sem uppfylla hæfiskröfur.

Lágmarkskröfur til þátttakenda:
Ekki verður gengið til samninga við aðila/þátttakanda sem hefur verið sakfelldur með endanlegum dómi fyrir eftirtalin afbrot.

 • Þátttöku í skipulögðum glæpasamtökum
  • Spillingu
  • Sviksemi
  • Hryðjuverk eða brot sem tengjast hryðjuverkastarfsemi
  • Peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka
  • Barnaþrælkun eða annars konar mansal.
 • Sama á við þegar einstaklingur, sem hefur verið sakfelldur með endanlegum dómi fyrir brot skv. 1. mgr., er í stjórn, framkvæmdastjórn eða eftirlitsstjórn viðkomandi fyrirtækis eða hefur heimild til fyrirsvars, ákvörðunartöku eða yfirráða í því.
 • Vakin er athygli á því að samningsaðilar hins opinbera skulu vera í skilum með greiðslu opinberra gjalda, lífeyrissjóðsiðgjalda eða annarra laga ákveðinna gjalda ásamt því að uppfylla önnur almenn hæfisskilyrði til að vera í viðskiptasambandi við ríkisaðila.

Komi til samningsgerðar verður kallað eftir upplýsingum varðandi ofangreint.

Umsókn
Sækja skal um rafrænt og senda umsókn í tölvupósti á netfangið eva.dis.thordardottir@fsre.is. Eftirfarandi skal koma fram:

 • Fullt nafn og kennitala umsækjanda
 • Heimilisfang
 • Sími og netfang
 • Spilda sem sótt er um
 • Lýsing á fyrirhugaðri notkun umsækjanda á spildum sem sótt er um og hvernig sú notkun sé til hagbótar fyrir búsetu, landbúnaðarframleiðslu eða atvinnustarfsemi á svæðinu.

Ef fleiri en einn sækja um sömu spildu verður reynsla, áform og þörf metin ásamt því hvort umsækjandi sé með rekstur í nærsamfélaginu s.s. búrekstur.

Birting auglýsingar: Auglýsing þessi birtist þann 12. júní 2023

Fyrirspurnir varðandi verkefnið Spildur til leigu á ríkisjörðum skulu sendar á netfangið eva.dis.thordardottir@fsre.is. Fyrirspurnarfrestur rennur út 26. júní 2023 en svarfrestur er til og með 28. júní 2023.

Tillögur skal senda á eva.dis.thordardottir@fsre.is, eigi síðar en kl. 13:00, 30. júní 2023. 
Merkja skal tillögu; Spildur til leigu á ríkisjörðum.
Leiga á grundvelli þessarar auglýsingar er undanskilin lögum um opinber innkaup nr. 20/2016, sbr. a. lið 1. mgr. 11. gr.

Útboðsnúmer: M23-0086

Opnun tilboða: 30.6.2023