Bygging og útleiga húsnæðis fyrir heilsugæslu í Innri Njarðvík - PPP

Ríkiskaup, fyrir hönd Framkvæmdasýslunnar-Ríkiseignir (FSRE) kt. 5103912259 og Heilbrigðisráðuneytið kt. 521218- 0530, (hér eftir nefndur verkkaupi), auglýsir eftir umsóknum tilvonandi leigusala um þátttökurétt í lokuðu útboði á fullnaðarhönnun, byggingu og útleigu á heilsugæslu í Innri Njarðvík. Hér er um að ræða forval, þar sem allir hæfir aðilar skv. kröfum forvals fá að taka þátt í útboðinu. Leitað er að aðilum, sem geta tekið að sér að hanna og byggja heilsugæslu á einni hæð og leigja til FSRE til 25 ára skv. útboðsgögnum. Áætluð húsrýmisþörf er 1.640 m2 (BR).

Allar nánari upplýsingar er að finna í rafrænu útboðskerfi Ríkiskaupa, TendSign.

Leiðbeiningar varðandi útboðskerfið má nálgast á heimasíðu Ríkiskaup.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Um er að ræða PPP verkefni, opinbert einkasamstarf.

Útboðsnúmer: 21934

Opnun tilboða: 12.7.2023