Markaðskönnun - Rekstrartækifæri í landi Gunnarsholts

FSRE f.h. Ríkissjóðs Íslands óska eftir að leigja út landsvæði innan Gunnarsholts, Rangárþingi ytra. Atvinnustarfsemin skal tengjast starfseminni sem fram fer hjá Landgræðslunni í Gunnarsholti.    

Afmörkun verkefnis 

Áformað er að leigja út allt að 60 ha landsvæði innan Gunnarsholts. Í dag er landið Gunnarsholt, L164499, 86,9 ha, en gert er ráð fyrir að leigusamningurinn nái yfir 60 ha svæði og mun verða gerð breyting á afmörkun jarðarinnar samhliða skipulagsvinnu.   

 Markmiðið er að koma svæðinu í viðeigandi virkni og finna starfsemi sem fellur vel að þeirri starfsemi sem fyrir er í Gunnarsholti.   

Leigutími fyrir athafnasvæði og ræktunarsvæði verði að lágmarki til 10 ára (skv. 1. mgr. 34. gr. jarðalaga nr. 81/2004) með forleigurétt. Miðað er við að gerður verði lóðarleigusamningur til 25 ára um allt að 4,5 ha land sem ætlað er undir mannvirki, sem tengist nýtingu landsins og fyrirhugaðri starfsemi.  
Ekki er gert ráð fyrir auðlindanýtingu s.s. malarnámi né að svæðið verði leigt undir beit.   

Óskað er eftir greinargóðri lýsingu (s.s. viðskiptaáætlun) á tillögu fyrir þá starfsemi sem fyrirhuguð yrði á svæðinu.  

Gögn
Drög að lóðablaði Gunnarsholt.  Matsblað fyrir markaðskönnun
Miðað er að við að leiguverð verði í samræmi við reglur um afgjöld fyrir afnot af landi í eigu ríkissjóðs
Um markaðskönnun er að ræða og áskilinn er réttur til að fallast á tillögu eða hafna öllum tillögum.  

Skipulagsleg staða  

Svæðið er í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins skilgreint sem landbúnaðarland. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu. Sveitarfélagið hefur þegar ákveðið að breyta aðalskipulagi ef til þess þarf fyrir græna starfsemi sem tengist starfsemi Landgræðslunnar í Gunnarsholti. Breyting á aðalskipulagi er unnin af sveitarfélaginu en deiliskipulag skal unnið af frumkvæði leigutaka í samráði við sveitarfélagið og skal það borið undir FSRE.    

Kröfur og hæfi 

Hið opinbera gerir ríkar kröfur til aðila sem það á í viðskiptasambandi við. Óskað er eftir að áhugasamir aðilar geri grein fyrir hæfi sínu og leggi fram tillögu um starfsemi á svæðinu. Tekin verður afstaða til hugmynda þeirra aðila sem uppfylla neðangreindar hæfiskröfur.   

Lágmarkskröfur til þátttakenda: 

 • Ekki verður gengið til samninga við aðila/þátttakanda sem hefur verið sakfelldur með endanlegum dómi fyrir eftirtalin afbrot.  
  • þátttöku í skipulögðum glæpasamtökum, 
  • spillingu, 
  • sviksemi, 
  • hryðjuverk eða brot sem tengjast hryðjuverkastarfsemi, 
  • peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka, 
  • barnaþrælkun eða annars konar mansal. 
 • Sama á við þegar einstaklingur, sem hefur verið sakfelldur með endanlegum dómi fyrir brot skv. 1. mgr., er í stjórn, framkvæmdastjórn eða eftirlitsstjórn viðkomandi fyrirtækis eða hefur heimild til fyrirsvars, ákvörðunartöku eða yfirráða í því. 
 • Vakin er athygli á því að samningsaðilar hins opinbera skulu vera í skilum með greiðslu opinberra gjalda, lífeyrissjóðsiðgjalda eða annarra laga ákveðinna gjalda ásamt því að uppfylla önnur almenn hæfisskilyrði til að vera í viðskiptasambandi við ríkisaðila.  

Komi til samningsgerðar verður kallað eftir upplýsingum varðandi ofangreint.  

Aðrar kröfur: 

 • Starfsemin sé atvinnuskapandi  
 • Starfsemin tengist starfi Landgræðslunnar við Gunnarsholt (landgræðsla, skógrækt eða sambærileg starfsemi sem getur notið góðs af nábýli við Landgræðsluna) 
 • Nýta skal hluta landsvæðis undir skógrækt eða ræktun  
 • Leigutaki þarf sjálfur að tengjast helstu innviðum (svo sem rafmagn, vatn og fráveita) 
 • Jákvætt eigið fé skv. síðasta ársreikning 

Viðskiptaáætlun þarf að gera grein fyrir eftirfarandi að lágmarki: 

 • Stutt umfjöllun um fyrirhugaða starfsemi  
 • Heiti verkefnis  
 • Nafn forsvarsmanns, sími og netfang  
 • Megintilgangur verkefnisins  
 • Framkvæmdaáætlun (gera grein fyrir áfangaskiptingu ef við á) 
 • Umhverfismál starfseminnar, framkvæmdar og annað eins og við á 
 • Markaðs- og samkeppnisgreining  
 • Markhópur/viðskiptavinir  
 • Fjárhagsáætlun og markaðsáætlun  

Við mat á tilboðum verður litið til þess hvort viðskiptaáætlun sé sannfærandi, raunhæf og samræmist markmiðum ríkissjóðs fyrir notkun landsins og öðrum kröfum markaðskönnunar þessarar.  

Fyrirspurnir varðandi verkefnið Rekstrartækifæri í landi Gunnarsholts skulu sendar á netfangið fsre@fsre.isFramlengdur fyrirspurnarfrestur er til og með 19. júní en svarfrestur er til og með 20. júní 2023. 

Tillögur skal senda á fsre @fsre.is, eigi síðar en kl. 13:00 22. júní 2023. 

Merkja skal tillögu; Rekstrartækifæri í landi Gunnarsholts.  

Leiga á grundvelli þessarar auglýsingar er undanskilin lögum um opinber innkaup nr. 20/2016, sbr.  a. lið 1. mgr. 11. gr. 

Útboðsnúmer: M23-0067

Opnun tilboða: 22.6.2023