Markaðskönnun - Tímabundið leiguhúsnæði ráðuneyta

Miðað við 5 ára leigutíma

Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir f.h. ríkissjóðs óska eftir að taka á leigu tímabundið húsnæði fyrir starfsemi Stjórnarráðsins.

Miðað er við að húsnæðið verði tekið á leigu, tímabundið til 5 ára auk mögulegrar framlengingar til 2 – 3 ára.

Óskað er eftir nútímalegu og sveigjanlegu skrifstofuhúsnæði sem tekur mið af viðmiðum FSRE um verkefnamiðað vinnuumhverfi sem finna má á heimasíðu FSRE: https://www.fsre.is/media/starfsreglur-og-vidmid/Vidmid-um-vinnuumhverfi-2020.pdf

Gefnir eru 3 kostir við að gera tilboð (hægt er að gera 1 – 3 tilboð):

  • Tilboð 1: Ráðuneyti A, húsnæðisþörf 900 – 1.000 m2 brúttó
  • Tilboð 2: Ráðuneyti B, húsnæðisþörf 700 – 900 m2 brúttó
  • Tilboð 3: Ráðuneyti A og B, húsnæðisþörf 400 – 1.900 m2 brúttó

Gerð er krafa um staðsetningu í miðbæ Reykjavíkur í göngufæri við stjórnarráðsreit og Alþingi. Gott aðgengi skal vera fyrir hreyfihamlaða, hjólandi og gangandi og æskilegt að í boði sé hæfilegur fjöldi bílastæða.

Húsnæðin skulu afhendast fullbúin og tilbúið til notkunar innan 6-12 mánaða frá undirritun leigusamnings. Æskilegt að húsnæði fáist afhent eins fljótt og kostur er.

Við mat á hagkvæmni tilboða verður m.a. tekið tillit til leiguverðs, stærð húss og skipulags þess út frá fyrirhugaðri starfsemi, öryggis, afhendingartíma, staðsetningu og aðkomu.

Kröfur til húsnæðisins má sjá hér: Húslýsing – Tímabundið húsnæði ráðuneyta

Fyrirspurnir varðandi verkefnið Tímabundið húsnæði ráðuneyta skulu sendar á netfangið leiguhusnaedi@fsre.is.

Fyrirspurnarfrestur rennur út 25. janúar 2023 en svarfrestur er til og með 27. janúar 2023.

Leigutilboð skal senda á leiguhusnaedi@fsre.is, eigi síðar en kl. 13:00 fimmtudaginn 9. febrúar 2023.

Merkja skal tilboðin; nr. 230216Tímabundið húsnæði ráðuneyta – Leiguhúsnæði.

Leiga á grundvelli þessarar auglýsingar er undanskilin lögum um opinber innkaup nr. 120/2016, sbr. a. lið 1. mgr. 11. gr.


Útboðsnúmer: 230216

Fyrirspurnarfrestur: 25.1.2023

Opnun tilboða: 9.2.2023