Nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík

Hönnunarsamkeppni

Um er að ræða 60 rýma hjúkrunarheimili, auk tengigangs á milli nýbyggingar og núverandi hjúkrunarheimilis Hvamms.
Tvö fyrirspurnartímabil eru í samkeppninni og lýkur því fyrra 7. janúar 2020 en því síðara 7. febrúar 2020. Vakin er athygli á því að þessi samkeppni er rafræn, gögn eru afhent og þeim skilað rafrænt til Ríkiskaupa, samkvæmt leiðbeiningum á heimasíðu Ríkiskaupa og í Samkeppnislýsingu. Skilafrestur tillagna er 6. mars 2020.
Veitt verða þrenn verðlaun að heildarupphæð 10 milljónir kr. og þar af verða fyrstu verðlaun að lágmarki 5 m.kr.
Samkeppnin fer fram í samvinnu við Arkitektafélag Íslands og er auglýst á EES. Nánari upplýsingar er að finna á heimsíðu Ríkiskaupa ( www.rikiskaup.is ) en þar eru leiðbeiningar til að skrá sig til þátttöku og nálgast samkeppnislýsingu og önnur ítargögn undir nafnleynd. Gögnin eru á útboðsvefnum TendSign www.Tendsign.is , útboðsnúmer 21061 frá og með 14. desember 2019.