Hönnunarsamkeppni um Stofnun Árna Magnússonar

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd menntamálaráðuneytisins, býður til opinnar hönnunarsamkeppni (framkvæmdasamkeppni) um Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Íslenskuskorar Háskóla Íslands. 

Um er að ræða um það bil 5.100 fermetra (m²) byggingu sem mun hýsa Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Íslenskuskor Háskóla Íslands og er staðsett vestan Suðurgötu í Reykjavík. 

Tvö fyrirspurnatímabil eru í samkeppninni og lýkur því fyrra 8. apríl 2008. Skilafrestur tillagna er 12. júní 2008. Veitt verða þrenn verðlaun að heildarupphæð 12 milljón krónur.Áætlað er að hönnun verði lokið haustið 2009 og framkvæmdum lokið haustið 2011.
Samkeppnin fer fram í samvinnu við Arkitektafélag Íslands og er auglýst á EES. 

Nánari upplýsingar er að finna í útboðsgögnum sem eru rafræn og verða aðgengileg á vef Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is, miðvikudaginn 5. mars 2008. Útboðsgögnin verða einnig fáanleg á geisladisk á kónur 3.500 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík.