Vatnajökulsþjóðgarður, gestastofa að Skriðuklaustri

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd umhverfisráðuneytisins og Vatnajökulsþjóðgarðs,  býður til opinnar hönnunarsamkeppni (framkvæmdasamkeppni) um gestastofu á Skriðuklaustri. Skilafrestur tillagna er 2. apríl 2008. Nánari upplýsingar er að finna í útboðsgögnum sem eru rafræn og verða aðgengileg á vef Ríkiskaupa. Útboðsgögnin verða einnig fáanleg á geisladisk á kr. 3.500 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík. 

Vakin er athygli á því að Ríkiskaup hefur með höndum miðlun gagna í útboðinu. Aðgang að öðrum gögnum samkeppninnar en samkeppnislýsingu veita Ríkiskaup á www.rikiskaup.is