Hönnunarsamkeppni Fjölbrautarskóli Suðurlands, stækkun verknámsstöðu

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytisins og fjögurra sveitarfélaga á Suðurlandi, Sveitarfélagsins Árborgar, Héraðsnefndar Árnesinga, Héraðsnefndar Rangæinga og Héraðsnefndar Vestur- Skaftfellinga, býður til opinnar hönnunarsamkeppni (framkvæmdasamkeppni) um stækkun verknámsaðstöðu Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu), Tryggvagötu 25, 800 Selfossi. 

Við skólann skal reisa myndarlega viðbyggingu til að bæta verknámsaðstöðu skólans. FSu er þróttmikill framhaldsskóli sem markað hefur sér skýra framtíðarsýn um fjölbreytt og metnaðarfullt skólastarf. Með samkeppni þeirri sem nú er efnt til um stækkun verknámsaðstöðu við FSu er leitað hugmynda að bættri umgjörð um það starf. Gert er ráð fyrir að stækkunin fari ekki yfir 1.653 m² brúttó. 

Tvö fyrirspurnartímabil eru í samkeppninni og lýkur því fyrra 28. febrúar 2013 en því síðara 4. apríl 2013. Skilafrestur tillagna er 24. apríl 2013, fyrir klukkan 16.00 hjá Ríkiskaupum. 

Veitt verða þrenn verðlaun að heildarfjárhæð 6 milljónir króna.

Gert er ráð fyrir að hönnun verði lokið og útboðsgögn tilbúin í lok árs 2013 og að framkvæmdir hefjist snemma árs 2014 og þeim verði lokið um áramót 2014/ 2015. 

Samkeppnin fer fram í samvinnu við Arkitektafélag Íslands og er auglýst á EES-svæðinu. 

Nánari upplýsingar er að finna í samkeppnislýsingu sem er aðgengileg á vef Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is útboðsnúmer 15378. Til að nálgast ítargögn verður að skrá sig til þátttöku á vefnum en gögn verða einnig fáanleg, gegn framvísun staðfestingar á þátttöku og  3.500 króna greiðslu, hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík. Skrifstofa Ríkiskaupa er opin virka daga frá klukkan 9.00 – 15.00.