Fangelsið á Hólmsheiði - Opin samkeppni um listskreytingu

Skilafrestur 17. maí 2013

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd innanríkisráðuneytisins, óskar eftir tillögum um listskreytingar í Fangelsi á Hólmsheiði. 

Kynningarfundur verður haldinn 3. apríl kl. 17:00 í húsnæði Sambands íslenskra listamanna (SÍM), Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík að viðstöddum fulltrúa verkkaupa. Samkeppnislýsing verður birt á vefsíðu Framkvæmdasýslu ríkisins, mánudaginn 25. mars, 2013. 

Samkeppnislýsingin og ítargögn verða afhent hjá Framkvæmdasýslu ríkisins, Borgartúni 7A, 105 Reykjavík, frá og með sama degi. 

Skila skal samkeppnistillögum til Framkvæmdasýslu ríkisins fyrir kl. 15:00, föstudaginn 17. maí 2013

Framkvæmdasýsla ríkisins