Örútboð nr. 303 – Suðurgata 8b, Seyðisfirði – Þakviðhald

Örútboð nr. 303 innan rammasamnings 15721 – Þjónusta iðnmeistara

Númer: 303

Ríkiseignir óska eftir iðnmeisturum til að taka þátt í örútboði vegna þakviðhalds á Suðurgötu 8b, Seyðisfirði. Verkið felst í því að fjarlægja núverandi bárujárn og endurnýja vatnsvörn þaks auk viðgerða á undirbyggingu ef þörf krefur. Útboð þetta gerir ráð fyrir tveimur útfærslum við endurnýjun vatnsvarnar. Annarsvegar bárujárnsþak á lektum og hinsvegar vatnsvörn með tvöföldum asfaltpappa. Gögn verksins lýsa báðum lausnum og bjóðendur geta boðið í aðra útfærsluna eða báðar. Gert er ráð fyrir að kostnaðarmunur verði á útfærslum og samið verði við lægstbjóðanda í þeirri lausn sem valin verður. Á útboðsstigi liggur ekki fyrir hvor lausnin verður valin. Þakið er um 950 m².

Verklok eru 28. ágúst 2020

Æskilegt er að bjóðendur hafi reynslu af sambærilegu verki.

Þeir rammasamningshafar sem hafa áhuga á að fá send gögn og taka þátt í örútboðinu eru beðnir um að senda póst á utbod@rikiseignir.is

Tilboð verða opnuð hjá Ríkiseignum, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík, þriðjudaginn 28. apríl 2020, kl. 14:00.