Örútboð 304 - Sjúkrahúsið Akranesi - Endurnýjun A og B deilda í C-álmu

Númer: 304

Útboð - Sjúkrahúsið Akranesi - Endurnýjun A og B deilda í C-álmu

Örútboð nr. 304 innan rammasamnings 21201 – Þjónusta iðnmeistara

Ríkiseignir óska eftir iðnmeisturum til að taka þátt í örútboði vegna endurnýjunar  A og B deilda í C-álmu sjúkrahússins á Akranesi, Merkigerði 9.

Verkið felst í því að endurnýja í heild tvær legudeildir sjúkrahússins. Önnur er 565 m2 á 2. hæð hússins og hin er 575 m2 á 3. hæð. Gert verður ráð fyrir að starfssemi í þessum rýmum verði í algjöru lágmarki á meðan framkvæmd stendur, deildir lokaðar að mestu leiti. Gæta skal að því að önnur starfsemi í húsinu verður í fullum gangi og skal taka fullt tillit til þess.

Lok framkvæmdatíma er 1. mars 2022

Kröfur til bjóðenda eru meðal annars:

Bjóðandi skal hafa unnið a.m.k. eitt verk svipaðs eðlis á s.l. 5 árum

Bjóðandi skal hafa unnið a.m.k. eitt verk stærra en 150 m.kr. á s.l. 5 árum

Þeir rammasamningshafar sem hafa áhuga á að fá send gögn og taka þátt í örútboðinu eru beðnir um að senda póst á utbod@rikiseignir.is

Tilboð verða opnuð hjá Ríkiseignum, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík, fimmtudaginn, 18. feb. 2021, kl. 14:00