Örútboð nr. 343 - HSN á Siglufirði - breytingar

Númer: 343

15. mar. 2022 14:00

Örútboð nr. 343 innan rammasamnings 21201 – Þjónusta iðnmeistara

FSRE óska eftir iðnmeisturum til að taka þátt í örútboði vegna breytinga á 2. hæð við HSN Hvanneyrarbraut á Siglufirði.

Verkið felur í sér breytingar á 2. hæð. Sagað verður úr veggjum, mest vegna stækkunar dyraopa, ílögn brotin á baðherbergjum, gólfefni hreinsuð af og nýir veggir settir upp. Ennfremur verða núverandi loftaplötur teknar niður og ný kerfisloft (hengiloft) sett upp með innbyggðri lýsingu og öðrum búnaði. Gólf verða dúklögð og baðherbergi þiljuð með vatnsþolnum plötum. Einnig er innifalin málun.

Verklok 15. júlí 2022

Þeir rammasamningshafar sem hafa áhuga á að fá send gögn og taka þátt í örútboðinu eru beðnir um að senda póst á utbod@fsre.is

Tilboð verða opnuð: Þriðjudaginn 15. mars 2022 kl. 14.00.